Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mútuþegar Samherja fyrir rétt í október

Rétt­ar­höld í máli namib­ískra stjórn­mála- og áhrifa­manna sem ákærð­ir eru fyr­ir að þiggja mút­ur frá Sam­herja í skipt­um fyr­ir kvóta, munu hefjast 2. októ­ber. Þetta var ákveð­ið í þing­haldi í Namib­íu í morg­un. „Stór stund“ en fjar­vera Ís­lend­inga æp­andi, seg­ir tals­mað­ur sam­taka gegn spill­ingu í Namib­íu. Jó­hann­es Stef­áns­son fagn­ar áfang­an­um og er klár í vitna­stúk­una í Wind­hoek í haust.

Mútuþegar Samherja fyrir rétt í október
Namibíumenn á leið í dóm Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, er ásamt níu löndum sínum á leið fyrir dóm sakaður um að hafa þegið mútur frá Samherja, í skiptum fyrir verðmætan kvóta í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson er ásamt átta undirmönnum sínum, fyrrverandi og núverandi, með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sama máls hér á Íslandi.

Réttarhöldin yfir tímenningunum sem ákærðir eru fyrir að þiggja mútur af Samherja í Namibíu eiga að hefast 2. október á þessu ári og er gert ráð fyrir því að þau muni standa til 24. júní á næsta ári. Þetta var ákveðið í þinghaldi fyrir dómi í Windhoek, höfuðborg Namibíu í morgun. Namibískir fjölmiðlar greindu frá þessu fyrir stundu.

Tveir fyrrverandi ráðherrar, tengdasonur annars þeirra, forstjóri og stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor og viðskiptafélagar eru sakaðir um að hafa tekið við hundruðum milljóna króna greiðslum frá íslenska útgerðarfyrirtækinu Samheja, í skiptum fyrir verðmætan og eftirsóttan kvóta í landinu. 

Alls eru ákæruliðirnir í málinu 42 talsins og fjalla um fjársvik, mútur, spillingu, peningaþvætti og skattsvik. Þungamiðja þessara meintu brota snýr að því hvernig namibískir áhrifamenn í stjórnmálum og viðskiptalífi, misnotuðu embætti og stöður sínar hjá hinum opinbera til þess að færa Samherja tugmilljarða króna ríkiseignir í skiptum fyrir greiðslur í eigin vasa. 

Ríkissaksóknari Namibíu vildi upphaflega stefna þremur yfirmönnum Samherja í Namibíu fyrir dóm í sama máli; þeim Ingvari Júlíussyni, Aðalsteini Helgasyni og Agli Helga Árnasyni. Þar sem namibísk lög gera ekki ráð fyrir því að ákært sé og dæmt í málum manna að þeim fjarstöddum, varð ekkert úr því. Sömu brot og stóð til að ákæra þremenningana fyrir í Namibíu eru til rannsóknar hér á landi. Alls eru níu Íslendingar með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara hér á landi. Meðal annars Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Hrópandi fjarvera Íslendinga

Graham Hopwood, forstöðumaður IPPR, samtaka um bætta stjórnsýslu í Namibíu, sem meðal annars hefur starfað með alþjóðasamtökunum Transparency International í tengslum við málið, segir fagnaðarefni að loks sé komið að því að málið fari fyrir dóm. Vonandi verði ekki frekari tafir á því að útkljá málið.

Fagnar framgangi málsinsGraham Hopwood forstöðumaður IPPR, namibískrar stofnunar um bætta og opnari stjórnsýslu, hefur verið í farabroddi í því að krefjast þess að Samherjamálið sé gert upp, bæði á Íslandi og í Namibíu.

„Samfélagið hér bíður eftir og þarf að sjá réttlætinu fullnægt í þessu máli, í gegnum sanngjörn og opin réttarhöld,“ segir Graham í samtali við Heimildina að þessu tilefni.

„Ég neita því þó ekki að það fjarvera Íslendinganna í þessu réttarhaldi er ansi æpandi. En úr því að ekki tekst að fá þá til að mæta fyrir dóminn eða framselda verður að vona að íslensk yfirvöld sjái til þess að þeir fari fyrir dóm á Íslandi,“ bætti Graham við og sagði að jafnvel þó „hjól réttlætisins snúist nú í Namibíu, þarf það líka að gerast á Íslandi.“

Samherjamálið, sem nefnt er Fishrot upp á ensku, er stærsta og umfangsmesta spillingarmál í sögu Namibíu. Það komst upp þegar Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, ljóstraði upp um margra ára spillt samband Samherja og ráðamanna í Namibíu, í samstarfi við Wikileaks, Kveik, Stundina og Al Jazeera haustið 2019.

Stuttu síðar voru sakborningarnir namibísku handteknir og hafa verið í haldi síðan. Málið er gríðarlegt að vöxtum en til marks um það hafa namibísk yfirvöld lagt hald á tugi fasteigna, bíla og annarra eigna sakborninganna. Togari Samherja, Heinaste, var sömuleiðis haldlagður en síðar seldur, en söluandvirðið haldlagt þess í stað. Namibísk yfirvöld hafa samkvæmt ársreikningum Samherja gert kröfur á Samherja um greiðslu ríflega tveggja milljarða króna skatta, sem enduráætlaðir voru á fyrirtækið vegna starfseminnar í Namibíu, í kjölfar þess að málið kom upp.

Jóhannes, uppljóstrari í málinu, er einn þeirra níu sem hafa fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókninni hér á landi. Engin löggjöf um uppljóstrara var í gildi þegar Jóhannes afhjúpaði málið, þrátt fyrir að alþjóðastofnanir og fleiri hefðu í áratugi bent Íslenskum stjórnvöldum á að samkvæmt alþjóðaskuldbindingum bæri Íslandi að setja slíka löggjöf.

Hann er eitt lykilvitna ákæruvaldsins í Namibíu og mun þurfa að eyða drjúgum tíma í vitnastúku í Namibíu í haust, þegar réttarhöldin byrja. Áætlað er að vitnisburður hans geti tekið allt að átta vikur vikur. Talsmenn Samherja hér á landi hafa ítrekað haldið því fram að Jóhannes muni ekki mæta fyrir réttinn í Namibíu. Hann hefur jafnan vísað þeim fullyrðingum á bug og sagðist síðast í viðtali við Stundina, í tilefni af því að þrjú ár voru liðin frá uppljóstrun Samherjaskjalanna, að hann ætlaði sér að klára það sem hann byrjaði á. Þar með talið að fara til Namibíu og bera vitni. Annað hefði aldrei hvarflað að sér.

Fram kom í uppljóstrun Stundarinnar og Kjarnans á Skæruliðaskjölunum svokölluðu, að Samherjamenn hefðu haft uppi áætlanir um að reyna að koma í veg fyrir að Jóhannes bæri vitni í Namibíu, með því að kæra hann fyrir fjárdrátt. Jóhannes segist í samtali við Heimildina ánægður með að málið sé komið í þennan farveg.

„Ég er klár og gott að sjá þennan framgang og að þetta sé á réttri leið. Það er ekkert leyndamál að ég á að vera einhverjar átta vikur, tveimur mánuðum, plús eða mínus,“ segir Jóhannes. „Ég er nú þegar farinn að undirbúa mig undir ferðalag til Namibíu.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • samherji leikur lìka namibìuleikinn à ìslandi. à ìslandi heitir etta styrkur,
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    "Engin löggjöf um uppljóstrara var í gildi þegar Jóhannes afhjúpaði málið, þrátt fyrir að alþjóðastofnanir og fleiri hefðu í áratugi bent Íslenskum stjórnvöldum á að samkvæmt alþjóðaskuldbindingum bæri Íslandi að setja slíka löggjöf."

    Enn eitt dæmið um spillt stjórnvöld á Íslandi. Munar ekki um að hunsa alþjóðaskuldbindingar svo að spillingin geti haldið áfram.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
1
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
2
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
10
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
9
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár