Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Icelandair sér fram á bjartari tíma eftir 80 milljarða tap frá 2018

Upp­gjör Icelanda­ir Group fyr­ir ár­ið 2022 var birt í gær. Þar má lesa að fé­lag­ið horfi fram á bjart­ari tíma, í kjöl­far þess að hafa tap­að 826 millj­ón­um króna á síð­asta ári, sé mið­að við árs­loka­gengi banda­ríkja­dals. Upp­safn­að tap fé­lags­ins frá ár­inu 2018 nem­ur um 80 millj­örð­um. „Við höf­um náð vopn­um okk­ar,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son for­stjóri.

Icelandair sér fram á bjartari tíma eftir 80 milljarða tap frá 2018
Icelandair Flugfélagið tók sjö nýjar Boeing 737-MAX vélar í notkun á árinu 2022. Mynd: Icelandair

Tap Icelandair Group á síðasta ári nam 5,8 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 826 milljóna króna sé miðað við gengi dollara gagnvart krónu á síðasta degi nýliðins árs (USD = 142,5 kr.).

Afkoma félagsins var mun betri en árið 2021, er félagið tapaði 105 milljónum dala, jafnvirði 13,7 milljarða króna á árslokagengi þess árs. Rekstrarafkoma félagsins fyrir fjármagnsliði og skattgreiðslur (EBIT) var jákvæð um 2,6 milljarða króna á síðasta ári.

Flugfélagið birti uppgjör sitt síðdegis í gær og lýsir árinu 2022 sem ári viðsnúnings, en kórónuveirufaraldurinn lék félagið eins og önnur flugfélög grátt. Rekstur Icelandair hafði þó einnig verið þungur fyrir faraldurinn og flugfélagið hafði tapað fé á hverju ári síðan 2018. Uppsafnað tap félagsins síðan þá nemur samtals um 80 milljörðum króna, miðað við árslokagengi hvers árs, og þar af nam tapið rúmum 50 milljörðum árið 2020.

Uppgjör Icelandair virðist hafa farið ágætlega í fjárfesta, en á öðrum tímanum í dag hafði gengi hlutabréfa í félaginu hækkað um rúm 3,3 prósent innan dagsins í um 2 milljarða króna viðskiptum.

„Við höfum náð vopnum okkar“

Á síðasta ári flutti Icelandair 3,6 milljónir farþega, 2,2 milljónum fleiri en árið 2021, og horfa stjórnendur félagsins björtum augum á árið 2023, en flugáætlun félagsins hefur aldrei verið jafn umfangsmikil með flugframboð til 54 áfangastaða. 

Staðan sé sterkBogi Nils Bogason forstjóri lýsir árinu 2022 sem ári viðsnúnings í rekstri Icelandair Group.

„Sterk tekjumyndum með met farþegatekjum á seinni hluta ársins og stórbætt EBIT hlutfall sýnir að viðskiptalíkan félagsins hefur enn og aftur sannað gildi sitt. Við höfum náð vopnum okkar og höldum ótrauð áfram, sterkari en nokkru sinni fyrr, með stærstu flugáætlun í sögu félagsins á þessu ári þegar kemur að tíðni og fjölda áfangastaða,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra félagsins í tilkynningu.

Gengur á gjafabréfastaflann

Í uppgjöri Icelandair kemur fram að við áramót hafi félagið verið búið að selja flugmiða í ferðir sem ekki enn höfðu verið farnar fyrir alls 212,3 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 30 milljarða íslenskra króna.

Kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér umfangsmikla útgáfu inneigna af hálfu flugfélagsins, en sá stafli hefur rúmlega helmingast frá árslokum 2021. Á þeim tímapunkti áttu viðskiptavinir Icelandair alls 83,7 milljónir dala í inneignum hjá félaginu án þess að vera búnir að bóka sér flug, en við árslok 2022 var upphæðin komin niður í 41,1 milljón dala, jafnvirði 5,8 milljarða króna.

Eigið fé Icelandair Group í lok árs nam 273,4 milljónum dollara, eða 33,8 milljörðum króna.

Meta tjón af lokun Reykjanesbrautar á milljarð

Fram kemur í yfirlýsingu Boga Nils forstjóra, sem fylgdi uppgjörstilkynningu félagsins, að Icelandair meti tjón sitt af skítviðrinu sem gekk yfir í desembermánuði og leiddi m.a. til lokunar Reykjanesbrautar, á sama tíma og Keflavíkurflugvöllur var opinn, á um einn milljarð króna. 

Bogi Nils segir að tjónið megi að langmestu leyti rekja til lokunar akvegarins og segir í því ljósi „ánægjulegt og mikilvægt að innviðaráðherra hafi sett af stað vinnu til að tryggja að slíkt ástand muni ekki skapast aftur við sambærilegar veðuraðstæður“.

Forstjórinn segir ljóst að rekstrarumhverfi flugfélagsins verði „áfram krefjandi með verðbólguþrýstingi og hækkun launakostnaðar“ en að stjórnendur félagsins séu „sannfærð um að eftirspurn verði áfram mikil eftir ferðalögum og að mikil tækifæri séu fyrir Ísland sem áfangastað“ eins og þegar sjáist merki í „sterku bókunarflæði“ næstu misserin.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár