Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins

Af­ar lík­legt er að fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands birti ít­ar­lega grein­ar­gerð eða skýrslu um rann­sókn­ina á að­komu Ís­lands­banka að út­boði hluta­bréfa rík­is­ins í hon­um í fyrra. For­dæmi er fyr­ir slíku. Það sem Ís­lands­banki hræð­ist hvað mest í rann­sókn­inni er ekki yf­ir­vof­andi fjár­sekt held­ur birt­ing nið­ur­staðna rann­sókn­ar­inn­ar þar sem at­burða­rás­in verð­ur teikn­uð upp með ít­ar­leg­um hætti.

Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
Seldur Fyrsta skrefið í einkavæðingu Íslandsbanka var stigið sumarið 2021, og bankinn skráður á markað í kjölfarið. Það þótti ganga vel. Næsta skref, sem stigið var í mars í fyrra, er mun umdeildara. Mynd: Nasdaq Ísland

Rannsókn fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á meintum lögbrotum Íslandsbanka við sölu á 22,5 prósent hlut íslenska ríkisins í bankanum í mars í fyrra snýst fyrst og fremst um þátttöku starfsmanna bankans og tengdra aðila í  útboði á bréfum í Íslandsbanka. Um lokað útboð var að ræða og einungis svokallaðir þeir sem skilgreindir voru sem fagfjárfestar áttu að fá að taka þátt. Alls urðu kaupendur á endanum 207 talsins. Ekki er talið að aðrir söluráðgjafar en Íslandsbanki hafi gerst brotlegir við lög og reglur.

Bankinn fékk frummat fjármálaeftirlitsins í málinu afhent fyrir áramót. Þann 9. janúar sendi Íslandsbanki tilkynningu til Kauphallar Íslands um að hann hefði óskað einhliða eftir viðræðum við eftirlitið um að ljúka málinu með sátt. 

Af þeim 207 voru átta starfsmenn Íslandsbanka, sem var söluráðgjafi í ferlinu, eða makar þeirra. Bankinn hélt því fram í fjölmiðlum í apríl í fyrra að allir starfsmennirnir væru skilgreindir sem fagfjárfestar, sem var forsenda fyrir því að fá að kaupa. Við rannsókn fjármálaeftirlitsins hefur komið fram að Íslandsbanki hafi sjálfur skilgreint að minnsta kosti hluta þessara starfsmanna sem fagfjárfesta. Hann hefur þó ekki viljað svara því hversu margir fjárfestar fengu flokkun sem fagfjárfestar á þeim klukkutímum sem söluferlið stóð yfir. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið, sem birt var í nóvember, kom fram að fjárfestar, sem höfðu ekki verið í viðskiptum við Íslandsbanka fram að söludeginum, hafi haft möguleika á að sækja um og eftir atvikum fá flokkun hjá honum sem hæfir fjár­festar meðan á söl­unni stóð. Í skýrslunni segir: „Að auki var horft til full­yrð­inga frá fjár­fest­unum sjálfum um að þeir teld­ust hæfir fjár­festar en bank­inn þurfti að meta upp­lýs­ingar þess efnis sjálf­stætt.“ 

Í skýrslunni segir enn fremur að Bankasýslan hafi metið það svo að reglu­verk fjár­mála­mark­að­ar­ins væri með þeim hætti að slíkar innri reglur umsjón­ar­að­ila, sölu­ráð­gjafa og sölu­að­ila kæmu í veg fyrir hags­muna­á­rekstra í söl­unni. „Ljóst er að innri reglur Íslands­banka komu ekki í veg fyrir slíkt.“

Sjaldgæft umfang á samtímarannsókn

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er afar sjaldgæft að fjármálaeftirlitið fari í eins stóra samtímarannsókn á máli sem tengist starfsemi banka. Fjölmargar ítarlegar rannsóknir á meintum fjármálaglæpum voru gerðar hér á landi eftir hrunið 2008 en þær snerust flestar um mál sem orðin voru nokkurra ára gömul. Rannsóknin á útboðinu í Íslandsbanka er því án hliðstæðu hér á landi á síðustu árum.

Miðað við það sem fyrir liggur að er undir í rannsókn fjármálaeftirlitsins þá er alls ekki ljóst að það hafi verið rétt mat hjá Íslandsbanka að skilgreina ætti alla þessa starfsmenn sem fagfjárfesta. Komið hefur fram að einstaka starfsmenn bankans hafi keypt hlutabréf í útboðinu fyrir tiltölulega lágar upphæðir, nokkrar milljónir króna. Það bendir til þess að Íslandsbanki og starfsmenn hans hafi gengið út frá því að listinn með kaupendum hlutabréfanna yrði ekki opinber, eins og síðar varð raunin. Komið hefur fram opinberlega að bankinn hafi vitað um þátttöku starfsmanna sinna í útboðinu þannig að hlutabréfakaupin áttu sér stað með vitund og vilja stjórnenda Íslandsbanka.

Hræðast opinberun, ekki sekt

Það er Íslandsbanki, ekki starfsmennirnir sem keyptu, sem Fjármálaeftirlitið rannsakaði, og er nú í viðræðum við um hversu háa sekt hann eigi að greiða vegna málsins. Ákvörðun um sektina, og eins hvernig greint verður frá rannsókninni opinberlega, er á hendi fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands. 

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er það þó ekki möguleg fjársekt, eða upphæð hennar, sem Íslandsbanki hræðist mest í málinu heldur að fjármálaeftirlitið muni birta ítarlega skýrslu eða greinargerð með rannsóknarniðurstöðum sínum. 

Í slíkri skýrslu yrði atburðarásin í málinu teiknuð upp frá A til Ö og sýnt fram á með hvaða hætti Íslandsbanki er talinn hafa brotið lög og reglur. Birting slíkra upplýsinga gæti haft í för með sér orðsporsáhættu fyrir bankann og ýtt undir enn gagnrýnni umræðu um ábyrgð hans og einstakra stjórnenda. 

Fordæmi eru fyrir því að fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hafi birt ítarlegar upplýsingar um sektir fjármálafyrirtækja og forsendur þeirra. Þetta gerðist meðal annars árið 2020 þegar Arion banki var sektaður um tæplega 88 milljónir króna fyrir að greina ekki nægjanlega tímalega frá hópuppsögnum í bankanum. Þá var birt ítarleg ákvörðun á alls 18 síðum. Í henni var farið yfir málsatvik, málsmeðferð eftirlitsins, lagagrundvöll og sjónarmið bankans áður en greint var frá ítarlega rökstuddri niðurstöðu á alls níu blaðsíðum. Í því tilfelli var þó ekki um sátt að ræða, heldur einhliða álagningu stjórnvaldssektar. Arion banki sætti sig ekki við niðurstöðuna og stefndi fjármálaeftirlitinu fyrir dómstóla. Eftirlitið var sýknað af kröfum hans í apríl í fyrra en Arion banki áfrýjaði þeirri niðurstöðu til Landsréttar. 

Íslandsbankamálið er umtalsvert stærra mál, sem vakti þjóðarathygli, en Arion banka-málið og búist er við að fjársektin í því verði miklu hærri. Miðað við umfang rannsóknarinnar sem fjármálaeftirlitið réðst í liggur einnig fyrir að skýrsla um ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar að sekta Íslandsbanka vegna brota á lögum og reglum í útboðinu verði talsvert lengri en þær 18 síður sem nefndin birti um mál Arion banka. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár