Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Jólaóratoría, John McClane og hvítt tígrisdýr

Stund­ar­skrá­in 21. des­em­ber -13. janú­ar.

Jólaóratoría, John McClane og hvítt tígrisdýr

Aftansöngur

Hvar: Hallgrímskirkja

Hvenær: 24. desember kl. 18.00

Miðaverð: Ókeypis

Aftansöngur á aðfangadegi kl. 18.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Einsöngarvari er Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og Eggert Pálsson leikur á slagverk og flautu.
Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur jólatónlist á Klaisorgel kirkjunnar fyrir athöfn. 


Friðarganga á Þorláksmessu

Hvar: Laugavegur neðan Snorrabrautar

Hvenær: 23. desember kl. 18:00

Miðaverð: Ókeypis

 Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið gengin í Reykjavík allt frá árinu 1980 en vegna Covid-19 faraldursins var hún blásin af síðustu tvö ár. Því gefst nú tækifæri fyrir höfuðborgarbúa og gesti að taka sér stuttan tíma frá jólaamstrinu með því taka þátt í göngunni á nýjan leik. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar sem stýrt er af Steinunni Sigþrúði Jónsdóttur háskólanema. Ávarp við göngulok á Austurvelli flytur Hjalti Hugason prófessor emeritus. Að göngunni stendur samstarfshópur friðarhreyfinga.


Die Hard – Jólapartísýning

Hvar: Bíó Paradís

Hvenær: 23. desember kl. 21.00

Miðaverð: 1.990 kr.

Fyrsta kvikmyndin um lögreglumanninn John McClane, sem tekst alltaf að vera á röngum stað á röngum tíma en bjargar auðvitað málunum, hefur fengið sess sem klassísk jólamynd. Hans Gruber og hryðjuverkafélagar hans eiga ekki séns í Nakatomi-turninum þessi jól frekar en nokkur önnur. Die Hard var tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna og hefur verið nefnd ein besta hasarmynd allra tíma.


Ellen B.

Hvar: Þjóðleikhúsið – Stóra sviðið

Hvenær: 26. desember–13. janúar

Miðaverð: 7.250 kr.

Heimsfrumsýning á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg, sem talinn er eitt merkasta núlifandi leikskáld Evrópu, í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. Unnur Ösp Stefánsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir og Benedikt Erlingsson fara með hlutverk þriggja persóna sem hittast eina kvöldstund í heimahúsi. Samskiptin snúast fljótt upp í martraðarkennda viðureign, með grimmilegum ásökunum á báða bóga, þar sem enginn er óhultur og sannleikurinn smýgur stöðugt undan.


Jólaóratorían eftir Bach

Hvar: Langholtskirkja

Hvenær: 28. desember kl. 20.00

Miðaverð: 5.900-6.900 kr.

Jólaóratoría Johann Sebastian Bach er eitt rómaðasta tónverk jólanna og mörgum ómissandi um jólin. Jólaóratorían segir söguna af fæðingu Jesú á áhrifamikinn og hrífandi hátt með fjörugum kórpörtum, dásamlegum sálmum og gullfallegum einsöngsaríum. Flytjendur eru Söngsveitin Fílharmónía ásamt hljómsveit og einsöngvurunum Írisi Björk Gunnarsdóttur, Hildigunni Einarsdóttur, Benedikt Kristjánssyni og Oddi Arnþóri Jónssyni. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson. Konsertmeistari er Páll Palomares.


Malt og appelsínuhúð

Hvar: Þjóðleikhúskjallarinn

Hvenær: 30. desember kl. 22.00

Miðaverð: 3.900 kr.

Jólaenglarnir í burleskhópnum Dömur og herra verða í (og úr) hátíðabúningi og jóla yfir bæði sig og þig. Fyrir alla þá sem elska jólin, hata jólin og þá sem elska að hata jólin. Vert er að taka fram að sýningin er ekki fyrir þau sem eru viðkvæm fyrir dónabröndurum, guðlasti eða undrum mannslíkamans. Um augnakonfekt er að ræða og því ekki nauðsynlegt að skilja íslensku.


Gamlárshlaup ÍR

Hvar: Sæbraut við Hörpu

Hvenær: 31. desember kl. 12.00

Miðaverð: 2.040-3.670 kr.

Gamlárshlaup ÍR er skemmtileg blanda af keppnishlaupi, áramótaskemmtun og fjölskyldusamveru þar sem einstaklingar með ólík markmið og bakgrunn koma saman. Auk hefðbundinna keppnisbúninga mæta fjölmargir til leiks íklæddir grímubúningum. Á meðan sumir leggja kapp á að bæta sinn besta tíma þá berjast aðrir um að hljóta verðlaun fyrir frumlegasta búninginn eða einfaldlega hafa gaman af. Bæði er boðið upp á 10 km hlaup og 3 km skemmtihlaup.


Leiðsögn listamanns: Rax

Hvar: Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu

Hvenær: 5. janúar

Miðaverð: 2.050 kr.

Ljósmyndarinn Rax fjallar um verk sín á sýningunni Иorður og niður: Samtímalist á norðurslóðum. Иorður og niður inniheldur verk bæði upprennandi og þekktari núlifandi listamanna frá þverskurði listafólks sem búsett er á norðausturströnd Bandaríkjanna, á kanadískum strandsvæðum, á Íslandi, á Norðurlöndunum auk innfædds listafólks frá öllu svæðinu.


Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hvar: Harpa

Hvenær: 5., 6. og 7. janúar

Miðaverð: 3.900-9.900 kr.

Hinir sívinsælu Vínartónleikar eru sannkölluð nýársveisla og sú glaðværa tónlist sem þar hljómar hefur tóninn fyrir nýtt ár. Í þetta sinn er það hin kanadíska Keri-Lynn Wilson sem stjórnar tónleikunum. Meðal þess sem hljómar eru valsar og polkar eftir Johann Strauss yngri, m.a. Keisaravalsinn og Dónárvalsinn, auk forleiks að Leðurblökunni.


Hvíta tígrisdýrið

Hvar: Borgarleikhúsið

Hvenær: 7. janúar

Miðaverð: 4.500 kr.

Gírastúlkan, Klakadrengurinn og Ósýnilega stúlkan búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þau dreymir um að komast burt, en lykillinn er vel falinn. Ekki bætir úr skák að Hvíta tígrisdýrið fylgist með hverri hreyfingu úr skuggunum. Hvíta tígrisdýrið er myrkt og táknrænt fjölskylduævintýri um það að vera innilokuð og minni máttar.


Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár