Strax í upphafi skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu 22,5 prósenta hlutar ríkisins í Íslandsbanka, sem framkvæmd var í mars á þessu ári, er sérstaklega tekið fram að stofnunin telji sig ekki hafa svigrúm til að taka afstöðu um lagaákvæði. Stofnunin starfi eftir lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, sem feli í sér eftirlit með fjárhagslegum hagsmunum ríkisins. Aðrir skoði lögbrot.
„Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum,“ segir á síðu þrjú í skýrslunni.
Fjölmargar athugasemdir eru gerðar við einkavæðinguna í skýrslu Ríkisendurskoðunar og virðist fátt í ferlinu hafið yfir gagnrýni.
Sumt af því sem er gagnrýnt, svo sem vinnubrögð söluaðila og umsjónaraðila útboðsins …
Athugasemdir