Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ekki tímabært að ræða rannsóknarnefnd um Íslandsbankasöluna

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þurfi að fara yf­ir skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar og kom­ast að því hvort enn séu ein­hverj­um spurn­ing­um ósvar­að. Skýrsl­an valdi henni sjálfri veru­leg­um von­brigð­um með fram­kvæmd söl­unn­ar.

Ekki tímabært að ræða rannsóknarnefnd um Íslandsbankasöluna
Skýrslan góð Katrín sagði nokkrum sinnum að sér þætti skýrsla Ríkisendurskoðunar góð. Niðurstöðurnar væru þó vonbrigði. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er margt í þessari skýrslu sem veldur mér verulegum vonbrigðum með framkvæmdina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á þingi í dag þar sem þingmenn biðu í röðum eftir að spyrja hana út í skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu 22,5 prósenta hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Katrín sagði að hæsta mögulega verð hafi ekki verið eini þátturinn sem horfa átti til, heldur líka dreift eignarhald. 

Fyrsta tilraun

Hvar er ábyrgðin?Kristrún vildi vita hver ætlaði að taka ábyrgð á klúðrinu við sölu Íslandsbanka.

Krafa um rannsóknarnefnd var ítrekuð af minnihlutanum, en strax og Ríkisendurskoðun var falið að rannsaka söluna var kallað eftir að sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis yrði frekar falið verkefnið.

„Hvernig ríkisstjórnin tekur á Íslandsbankamálinu mun skipta sköpum í því hvernig við komumst áfram sem samfélag út úr þessari traustskrísu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún spurði bæði um hvort Katrín teldi Bjarna hafa staðið við skyldur sínar og hvort hún myndi beita sér fyrir skipun rannsóknarnefndar. 

Því var ekki svarað beint.

„Mér finnst þessi skýrsla góð, mér finnst hún gefa góða mynd af ferlinu. Mér finnst hún gefa góða mynd af annmörkum - og það er ekki eitthvað sem ég fagna hér,“ sagði forsætisráðherra áður en hún nefndi svo sérstaklega að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sjálfur óskað eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar. Stjórnvöld hefðu, að hennar mati, beitt sér fyrir því að allt yrði uppi á borðum hvað varðar söluna. 

Önnur tilraun 

Nei eða já?Halldóra vildi fá skýrt svar frá Katrínu, sem hún fékk ekki.

Halldóra Mogensen spurði þá strax aftur: styður Katrín skipun rannsóknarnefndar? „Svar já eða nei. Styður forsætisráðherra rannsóknarnefnd.“

Það svar fékkst ekki.

Katrín sagðist vera farin að gruna að skýrslan hafi valdið einhverjum vonbrigðum. „Það segir mér nú kannski að einhver sé búin að gefa sér niðurstöðuna áður en vinnunni er lokið,“ sagði Katrín. Skýrslan svaraði mörgum spurningum og vitnað til þess að sumt væri áfram til skoðunar, svo sem í rannsókn fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. 

Halldóra sagðist ánægð með skýrsluna og bað Katrínu að leggja sér ekki orð í munn. Skýrslan skildi samt eftir ósvöruðum spurningum. „Skiljanlega vegna þess að ríkisendurskoðandi hefur ekki þær heimildir sem þarf til,“ sagði Halldóra áður en hún ítrekaði spurninguna. 

Katrín sagði það einfaldlega ekki tímabært að ræða frekari rannsókn. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti eftir að fara yfir málið og komast að því hvort enn væri einhverjum spurningum ósvarað. 

Þriðja tilraun

Hvað með frekari sölu eigna?Þorgerður vildi vita hvort Katrín teldi ríkisstjórninni stætt á að selja aðrar eignir ríkissjóðs í ljósi skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, var næst í röðinni en spurði að öðru en fyrri formennirnir tveir. Hún vildi vita hvort ríkisstjórninni væri stætt á að halda áfram að selja eignir ríkisins.

„Hvaða augum lítur ráðherrann því að þinginu skuli gefnar ófullkomnar og misvísandi upplýsingar í svona stóru og miklu máli? Og í öðru lagi, er ríkisstjórninni treystandi á þessum tímapunkti að fara í frekari söluferli á öðrum ríkiseignum?“ spurði Þorgerður nöfnu sína.

„Hún var ansi marglaga,“ sagði Katrín í kjölfarið um spurninguna og rakti fyrri svör sín um að málið væri enn til skoðunar fjármálaeftirlitsins og frekari upplýsingar væru væntanlegar. „Hérna erum við komin með góða skýrslu, vandaða skýrslu, vandaða skýrslu. Að sjálfsögðu þarf að gera eitthvað með það. Það þarf að fara yfir þetta,“ sagði hún og ítrekaði fyrri afstöðu um að fyrirkomulagið sem viðhaft var hafi ekki verið gott. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ummæli Katrínar Jak að rannsóknarnefnd alþingis er ekki tímabær hér og nú, skýra þögn Orra Páls þingflokks-formanns xV, en einsog allir muna sagði hann í vor að hann myndi fyrstur manna samþykkja rannsóknarnefnd alþingis, ef rannsókn ríkisendurskoðanda væri ekki fullnægjandi, sem note bene lá fyrir strax í vor og er staðfest í rannsóknarskýrslunni núna.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Ásamt því að setja málið í nefnd og svæfa það þar.
    Verður þá katrín jakopsdóttir fyrsta hirðfíflið til að segja að það þurfi að draga lærdóm af þessu ráni á eigum þjóðarinnar. ?
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Bara eitt eftir og það er afsögn ríkisstjórnar VG liða í boði sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir á að koma sér í burtu strax,
    2
  • Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifaði
    Ennþá bullar hún Katrín, jæja óskaði hann eftir að salan væri skoðuð. Var það ekki þannig að Bjarna og þinginu var ekki stætt á öðru og neydd út í rannsókn á söluferlinu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár