Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Ekki tímabært að ræða rannsóknarnefnd um Íslandsbankasöluna

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þurfi að fara yf­ir skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar og kom­ast að því hvort enn séu ein­hverj­um spurn­ing­um ósvar­að. Skýrsl­an valdi henni sjálfri veru­leg­um von­brigð­um með fram­kvæmd söl­unn­ar.

Ekki tímabært að ræða rannsóknarnefnd um Íslandsbankasöluna
Skýrslan góð Katrín sagði nokkrum sinnum að sér þætti skýrsla Ríkisendurskoðunar góð. Niðurstöðurnar væru þó vonbrigði. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er margt í þessari skýrslu sem veldur mér verulegum vonbrigðum með framkvæmdina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á þingi í dag þar sem þingmenn biðu í röðum eftir að spyrja hana út í skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu 22,5 prósenta hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Katrín sagði að hæsta mögulega verð hafi ekki verið eini þátturinn sem horfa átti til, heldur líka dreift eignarhald. 

Fyrsta tilraun

Hvar er ábyrgðin?Kristrún vildi vita hver ætlaði að taka ábyrgð á klúðrinu við sölu Íslandsbanka.

Krafa um rannsóknarnefnd var ítrekuð af minnihlutanum, en strax og Ríkisendurskoðun var falið að rannsaka söluna var kallað eftir að sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis yrði frekar falið verkefnið.

„Hvernig ríkisstjórnin tekur á Íslandsbankamálinu mun skipta sköpum í því hvernig við komumst áfram sem samfélag út úr þessari traustskrísu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún spurði bæði um hvort Katrín teldi Bjarna hafa staðið við skyldur sínar og hvort hún myndi beita sér fyrir skipun rannsóknarnefndar. 

Því var ekki svarað beint.

„Mér finnst þessi skýrsla góð, mér finnst hún gefa góða mynd af ferlinu. Mér finnst hún gefa góða mynd af annmörkum - og það er ekki eitthvað sem ég fagna hér,“ sagði forsætisráðherra áður en hún nefndi svo sérstaklega að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sjálfur óskað eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar. Stjórnvöld hefðu, að hennar mati, beitt sér fyrir því að allt yrði uppi á borðum hvað varðar söluna. 

Önnur tilraun 

Nei eða já?Halldóra vildi fá skýrt svar frá Katrínu, sem hún fékk ekki.

Halldóra Mogensen spurði þá strax aftur: styður Katrín skipun rannsóknarnefndar? „Svar já eða nei. Styður forsætisráðherra rannsóknarnefnd.“

Það svar fékkst ekki.

Katrín sagðist vera farin að gruna að skýrslan hafi valdið einhverjum vonbrigðum. „Það segir mér nú kannski að einhver sé búin að gefa sér niðurstöðuna áður en vinnunni er lokið,“ sagði Katrín. Skýrslan svaraði mörgum spurningum og vitnað til þess að sumt væri áfram til skoðunar, svo sem í rannsókn fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. 

Halldóra sagðist ánægð með skýrsluna og bað Katrínu að leggja sér ekki orð í munn. Skýrslan skildi samt eftir ósvöruðum spurningum. „Skiljanlega vegna þess að ríkisendurskoðandi hefur ekki þær heimildir sem þarf til,“ sagði Halldóra áður en hún ítrekaði spurninguna. 

Katrín sagði það einfaldlega ekki tímabært að ræða frekari rannsókn. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti eftir að fara yfir málið og komast að því hvort enn væri einhverjum spurningum ósvarað. 

Þriðja tilraun

Hvað með frekari sölu eigna?Þorgerður vildi vita hvort Katrín teldi ríkisstjórninni stætt á að selja aðrar eignir ríkissjóðs í ljósi skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, var næst í röðinni en spurði að öðru en fyrri formennirnir tveir. Hún vildi vita hvort ríkisstjórninni væri stætt á að halda áfram að selja eignir ríkisins.

„Hvaða augum lítur ráðherrann því að þinginu skuli gefnar ófullkomnar og misvísandi upplýsingar í svona stóru og miklu máli? Og í öðru lagi, er ríkisstjórninni treystandi á þessum tímapunkti að fara í frekari söluferli á öðrum ríkiseignum?“ spurði Þorgerður nöfnu sína.

„Hún var ansi marglaga,“ sagði Katrín í kjölfarið um spurninguna og rakti fyrri svör sín um að málið væri enn til skoðunar fjármálaeftirlitsins og frekari upplýsingar væru væntanlegar. „Hérna erum við komin með góða skýrslu, vandaða skýrslu, vandaða skýrslu. Að sjálfsögðu þarf að gera eitthvað með það. Það þarf að fara yfir þetta,“ sagði hún og ítrekaði fyrri afstöðu um að fyrirkomulagið sem viðhaft var hafi ekki verið gott. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ummæli Katrínar Jak að rannsóknarnefnd alþingis er ekki tímabær hér og nú, skýra þögn Orra Páls þingflokks-formanns xV, en einsog allir muna sagði hann í vor að hann myndi fyrstur manna samþykkja rannsóknarnefnd alþingis, ef rannsókn ríkisendurskoðanda væri ekki fullnægjandi, sem note bene lá fyrir strax í vor og er staðfest í rannsóknarskýrslunni núna.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Ásamt því að setja málið í nefnd og svæfa það þar.
    Verður þá katrín jakopsdóttir fyrsta hirðfíflið til að segja að það þurfi að draga lærdóm af þessu ráni á eigum þjóðarinnar. ?
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Bara eitt eftir og það er afsögn ríkisstjórnar VG liða í boði sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir á að koma sér í burtu strax,
    2
  • Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifaði
    Ennþá bullar hún Katrín, jæja óskaði hann eftir að salan væri skoðuð. Var það ekki þannig að Bjarna og þinginu var ekki stætt á öðru og neydd út í rannsókn á söluferlinu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu