Viðskipti með bréf í Íslandsbanka stöðvuðust nær alveg eftir að markaðsþreifingar Bankasýslunnar hófust í aðdraganda einkavæðingar 22,5 prósenta hlutar ríkisins í bankanum í mars á þessu ári. Bankasýslan fullyrðir að engar innherjaupplýsingar hafi lekið en Ríkisendurskoðun sá ástæðu til að vekja sérstaka athygli á þessu á fundi með fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem er í sinni eigin sjálfstæðu rannsókn á þessu og fleiru í tengslum við einkavæðinguna.
Greining Ríkisendurskoðunar á heildarveltu með hlutabréf í Íslandsbanka og Arion banka sýnir að velta með bréf í þeim fyrrnefnda hafi dregist verulega saman í aðdraganda markaðsþreifingar samanborið við veltu með hlutabréf Arion. Strax í kjölfar útboðsins fór hins vegar allt af stað og veltan varð margföld með bréf í Íslandsbanka miðað við Arion banka.
Fóru fram á trúnað við lífeyrissjóði
Á Íslandi voru það lífeyrissjóðir sem fengu innherjaupplýsingar um söluna; Frjálsi lífeyrissjóðurinn, …
Athugasemdir