Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Segir Samherja hafa reynt að stöðva fræðilega umfjöllun um Namibíumálið

Petter Gottschalk er norsk­ur pró­fess­or í við­skipta­fræði sem gerði ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til að fá rann­sókn­ar­skýrslu lög­manns­stof­unn­ar Wik­borg Rein um Sam­herja­mál­ið í Namib­íu. Sam­herji lof­aði að birta skýrsl­una op­in­ber­lega og kynna hana fyr­ir embætti hér­aðssak­sókn­ara en stóð ekki við það.

Segir Samherja hafa reynt að stöðva fræðilega umfjöllun um Namibíumálið

„Þessi Margrét [Ólafsdóttir, ritari Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja] reyndi að stöðva mig í því að fjalla um þetta á sínum tíma,“ segir norski prófessorinn Petter Gottschalk við norska viðskiptaháskólann í Osló, aðspurður um kafla um Samherjamálið í Namibíu sem hann hefur gefið út í bók um rannsóknir á fjársvikamálum. Bókin heitir Financial Crime Issues: Fraud Investigations and Social Control og er gefin út af af Springer-forlaginu, sem sérhæfir sig í útgáfu fræðibóka.

Samherjamálið í Namibíu er nú til rannsóknar á Íslandi og í Namibíu og eru níu núverandi og fyrrverandi starfsmenn útgerðarfélagsins með réttarstöðu sakborninga, grunaðir um að hafa greitt mútur til ráðamanna í Namibíu. Málið tengist Noregi meðal annars vegna þess að Samherji notaði norska DNB bankann til að millifæra hluta peninganna sem rannsókn málsins snýst um. 

Gottschalk lýsir því í viðtali við Stundina og í bókinni …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin í 1001 nótt

„Þögn íslenskra stjórnvalda áberandi“
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

„Þögn ís­lenskra stjórn­valda áber­andi“

Í lok októ­ber fór fram um­ræða á Al­þingi um rann­sókn Sam­herja­máls­ins í Namib­íu­mál­inu og orð­spori Ís­lands þar sem stór orð féllu. Frum­mæl­and­inn, Þór­hild­ur Sunn­ar Æv­ars­dótt­ir, taldi að fá þyrfti svör við því hvort drátt­ur á rann­sókn máls­ins á Ís­landi væri eðli­leg­ur, hvort yf­ir­völd á Ís­landi tækju mál­ið al­var­lega og hvort rann­sókn­ar­stofn­an­ir á Ís­landi væru nægi­lega vel fjár­magn­að­ar.
Kaupa fólk utan fjölskyldunnar út í milljarða viðskiptum
ÚttektSamherjaskjölin í 1001 nótt

Kaupa fólk ut­an fjöl­skyld­unn­ar út í millj­arða við­skipt­um

Sam­herja­fjöl­skyld­an hef­ur á und­an­förn­um mán­uð­um keypt eign­ar­hluti minni hlut­hafa í út­gerð­inni og á að heita má tí­unda hvern fisk í land­helg­inni. Börn Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Kristjáns Vil­helms­son­ar fara nú nær ein með eign­ar­hluti í fé­lag­inu fyr­ir ut­an litla hluti þeirra tveggja. Millj­arða við­skipti hafa svo átt sér stað á milli fjöl­skyldu­fyr­ir­tækj­anna í flóknu neti út­gerð­ar­inn­ar.
Samherji sagður hafa boðið milljarða króna til að ljúka málum í Namibíu
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Sam­herji sagð­ur hafa boð­ið millj­arða króna til að ljúka mál­um í Namib­íu

Sam­herji hef­ur boð­ið að gefa eft­ir yf­ir 2 millj­arða króna sem hald­lagð­ar voru í Namib­íu, sem skaða­bæt­ur til namib­íska rík­is­ins í skipt­um fyr­ir mála­lykt­ir. Namib­ísk yf­ir­völd tóku held­ur fá­lega í til­boð­ið sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. Lög­mað­ur Wik­borg Rein, sem starfar fyr­ir Sam­herja, stað­fest­ir við­ræð­ur en seg­ir til­boð­ið ein­göngu hluta af einka­rétt­ar­legri deilu Sam­herja við yf­ir­völd, því sé ekki um að ræða við­ur­kenn­ingu á sekt í saka­máli.
Rannsókn Samherjamálsins lokið í Namibíu og réttarhöld hefjast brátt
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Rann­sókn Sam­herja­máls­ins lok­ið í Namib­íu og rétt­ar­höld hefjast brátt

Werner Menges, blaða­mað­ur The Nami­bi­an í Namib­íu, seg­ir að yf­ir­völd í Namib­íu hafi lok­ið rann­sókn Sam­herja­máls­ins. Tek­ist er á um meint van­hæfi dóm­ar­ans í mál­inu, Kobus Muller, vegna um­mæla sem hann hef­ur lát­ið falla um mál­ið. Hann seg­ir af­ar ólík­legt að rétt­að verði yf­ir starfs­mönn­um Sam­herja eða fyr­ir­tækj­um út­gerð­ar­inn­ar í Namib­íu þar sem Ís­land fram­selji ekki Ís­lend­inga til Namib­íu.
Segir að Samherji ætti að hafa áhyggjur af sekt í Bandaríkjunum
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Seg­ir að Sam­herji ætti að hafa áhyggj­ur af sekt í Banda­ríkj­un­um

Sænski blaða­mað­ur­inn Sven Bergman, sem fjall­að hef­ur um fjölda mútu­mála sænskra fyr­ir­tækja er­lend­is, seg­ir að illa hafi geng­ið að sækja stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna til saka í Sví­þjóð fyr­ir brot­in. Al­var­leg­ustu af­leið­ing­arn­ar hafi ver­ið þeg­ar banda­rísk yf­ir­völd tóku mál­in til rann­sókn­ar og sekt­uðu fé­lög­in um svim­andi upp­hæð­ir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár