„Þessi Margrét [Ólafsdóttir, ritari Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja] reyndi að stöðva mig í því að fjalla um þetta á sínum tíma,“ segir norski prófessorinn Petter Gottschalk við norska viðskiptaháskólann í Osló, aðspurður um kafla um Samherjamálið í Namibíu sem hann hefur gefið út í bók um rannsóknir á fjársvikamálum. Bókin heitir Financial Crime Issues: Fraud Investigations and Social Control og er gefin út af af Springer-forlaginu, sem sérhæfir sig í útgáfu fræðibóka.
Samherjamálið í Namibíu er nú til rannsóknar á Íslandi og í Namibíu og eru níu núverandi og fyrrverandi starfsmenn útgerðarfélagsins með réttarstöðu sakborninga, grunaðir um að hafa greitt mútur til ráðamanna í Namibíu. Málið tengist Noregi meðal annars vegna þess að Samherji notaði norska DNB bankann til að millifæra hluta peninganna sem rannsókn málsins snýst um.
Gottschalk lýsir því í viðtali við Stundina og í bókinni …
Athugasemdir