Ég boðaði fyrir hálfum mánuði framhald af flækjusögunni þá um þau dusilmenni sem komu Adolf Hitler til valda í Þýskalandi árið 1933. En vegna þess að ég brá í haustleyfi til Barcelona er ég hins vegar uppfullur af áhuga á þeirri borg og Katalóníu, því héraði á Spáni, þar sem borgin er höfuðborg, og því mega meðreiðarsveinar Hitlers bíða næsta blaðs því ég ætla að líta hér og nú á sögu Katalóníu.
Íberíu- eða Pýreneaskagi er tæplega sex sinnum stærri en Ísland, víðast fjöllóttur og fyrrum voru einstök héruð nokkuð einangruð hvert frá öðru. Í stærstu dráttum hefur saga íbúa á skaganum þó fylgt sama straumi. Í fyrsta árþúsundi fyrir Krist bjuggu þar ýmsir ættbálkar, flestir keltneskir halda menn, en á þriðju öld f.Kr. fóru Púnverjar eða Karþagómenn að hasla sér þar völl.
Eftir ýmsu var að slægjast á skaganum, málmar voru í fjöllum og gott til landbúnaðar. Ein mesta …
Athugasemdir