Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jón Baldvin „hagar sér eins og rándýr“

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ráð­herra og borg­ar­stjóri, seg­ir ákveð­ið munst­ur birt­ast í frá­sögn­um af fram­ferði Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar. Hann hafi aldrei við­ur­kennt mis­gjörð­ir sín­ar og enn sé hon­um hamp­að vegna af­reka sinna.

Jón Baldvin „hagar sér eins og rándýr“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsir Jóni Baldvini Hannibalssyni við rándýr í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook. Þar segist hún hafa þurft að beita sig hörðu til að lesa dagbókarfærslur Þóru Hreinsdóttir um samskipti hennar við Jón Baldvin, sem var þá kennarinn hennar í Hagaskóla, sem greint var frá í Stundinni fyrir helgi.

Í kjölfarið las Ingibjörg Sólrún aftur í gegnum 23 MeToo-sögur sem sagðar hafa verið af Jóni Baldvini og segir að þar birtist ákveðið munstur „sem gengur eins og rauður þráður í gegnum allt hans atferli“.

Jón Baldvin „hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni - oftar en ekki einstakling sem er ekki með sterkt bakland - sækir að henni með skipulögðum hætti, sýnir henni áhuga, jafnvel trúnað, vingast við hana og vinnur traust hennar. Þegar traustið er komið er eftirleikurinn auðveldur. Þetta er lýsing á ótrúlega ljótum og ójöfnum leik þar sem kennarinn, skólameistarinn, ráðherrann og sendiherrann misbeitir valdi sínu og sækir að unglingsstúlkum,“ skrifar hún. 

Fór gegn henni í Silfrinu 

Hún segist hafa fengið vitneskju um eitt þessara mála árið 2007, þegar hún var formaður Samfylkingarinnar. Áður hefur komið fram að hún hafi þá fengið að sjá bréfin sem hann sendi Guðrúnu Harðadóttur þegar hún var á unglingsaldri og fjallað var um í Nýju lífi árið 2012. Framferði hans gagnvart Guðrúnu var kært árið 2005 en málið var fellt niður.

Í kjölfarið bað Ingibjörg Sólrún Jón Baldvin um að segja sig frá heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar. Hann varð við því en gekk hart fram gegn henni á opinberum vettvangi. Í Silfri Egils sakaði hann Ingibjörgu Sólrúnu um að hafa flæmt sig frá vegna pólitísks ágreinings, í trausti þess að hún gæti aldrei greint frá raunverulegum ástæðum þess sem lágu þar að baki. 

„Jón Baldvin Hannibalsson hefur aldrei viðurkennt misgjörðir sínar“

Hún segist taka til máls núna vegna þess að hann hafi aldrei gengist við gjörðum sínum. „Jón Baldvin Hannibalsson hefur aldrei viðurkennt misgjörðir sínar og enn láta margir þær sér í léttu rúmi liggja af því þeim finnst JBH hafa lagt svo margt að mörkum í íslenskri pólitík. Það kemur þessu máli hins vegar ekkert við og menn komast aldrei framhjá þeirri staðreynd að þann orðstír sem JBH ávann sér á hinum pólitíska vettvangi hefur hann sjálfur lítilsvirt með því að misbeita því valdi sem honum var falið gagnvart fjölmörgum unglingsstúlkum og konum. Þar er ekki öðrum um að kenna.“

Að lokum segir hún að mál hans sé ekkert einsdæmi og samfélagið verði að hafa kjark til að takast á við það. „Oft berast sögur af kynferðisáreitni og nauðung af hálfu karla sem eru vel liðnir, hæfleikaríkir, vel metnir og hátt á kvisti í verðleikasamfélaginu. Við eigum mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum. En það gerist nú samt og ef við neitum að horfast í augu við það þá er okkur líkt farið og fólki fyrri alda sem þagði yfir eða lét kyrrt liggja að heldri menn og valdsmenn misnotuðu undirsáta sína.“

Færslu hennar má lesa í held sinni hér að neðan: 

„Jón Baldvin Hannibalsson ekki meir, ekki meir, hugsaði ég þegar ég frétti af þessu máli í síðustu viku og beitti mig eiginlega hörðu til að lesa þessa frásögn. Það er hins vegar skemmst frá því að segja að dagbókarfærslur Þóru Hreinsdóttur, 15 ára nemanda JBH í Melaskóla 1970, eru ótrúlega merkileg heimild um aðferðir JBH  við að ná tökum á Þóru og hvaða afleiðingar það hafði fyrir hugarástand hennar. Í framhaldinu ákvað ég að lesa aftur allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið saman af kynferðisbrotum og áreiti JBH á áratuga tímabili og í ljós kom ákveðið munstur sem gengur eins og rauður þráður í gegnum allt hans atferli. JBH hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni - oftar en ekki einstakling sem er ekki með sterkt bakland - sækir að henni með skipulögðum hætti, sýnir henni áhuga, jafnvel trúnað, vingast við hana og vinnur traust hennar. Þegar traustið er komið er eftirleikurinn auðveldur. Þetta er lýsing á ótrúlega ljótum og ójöfnum leik þar sem kennarinn, skólameistarinn, ráðherrann og sendiherrann misbeitir valdi sínu og sækir að unglingsstúlkum.

Ég fékk vitneskju um eitt þessar mála árið 2007 þegar ég var formaður Samfylkingarinnar og það varð til þess að ég ræddi í trúnaði við JBH og bað hann að segja sig frá heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir þingkosningarnar vorið 2007. Hann varð við þessari ósk minni en í stað þess að láta þar við sitja og sýna svolitla iðrun og hugarangur vegna framferðis síns fór hann rakleiðis í Silfur Egils og vældi yfir því að ég hefði hafnað honum í heiðurssætið á pólitískum forsendum. Þetta gerði hann vitandi að ég gæti aldrei sagt opinberlega hver var hin raunverulega ástæða fyrir því að ég vildi hann ekki í heiðurssætið. Það var svo ekki fyrr en 5 árum síðar, þegar Guðrún Harðardóttir steig fram, sem ástæðan varð heyrinkunn.

En af hverju er ég að skrifa um þetta núna? Er ekki nóg komið? Ég skrifa þetta vegna þess að Jón Baldvin Hannibalsson hefur aldrei viðurkennt misgjörðir sínar og enn láta margir þær sér í léttu rúmi liggja af því þeim finnst JBH hafa lagt svo margt að mörkum í íslenskri pólitík. Það kemur þessu máli hins vegar ekkert við og menn komast aldrei framhjá þeirri staðreynd að þann orðstír sem JBH ávann sér á hinum pólitíska vettvangi hefur hann sjálfur lítilsvirt með því að misbeita því valdi sem honum var falið gagnvart fjölmörgum unglingsstúlkum og konum. Þar er ekki öðrum um að kenna.

Ég skrifa þetta líka vegna þess að mál JBH er ekkert einsdæmi. Oft berast sögur af kynferðisáreitni og nauðung af hálfu karla sem eru vel liðnir, hæfleikaríkir, vel metnir og hátt á kvisti í verðleikasamfélaginu. Við eigum mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum. En það gerist nú samt og ef við neitum að horfast í augu við það þá er okkur líkt farið og fólki fyrri alda sem þagði yfir eða lét kyrrt liggja að heldri menn og valdsmenn misnotuðu undirsáta sína. Takk Valgerður Þorsteinsdóttir fyrir að birta dagbókarfærslu móður þinnar og takk Bjarni Frímann Bjarnason fyrir þinn kjark. Við hin verðum að hafa kjark til að taka á þessum málum.“

 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ragna Björg Björnsdóttir skrifaði
    Takk ingjibjörg Solrun .
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Er virkilega eftirspurn eftir skoðunum þessarar konu hvort sem það er í þessu máli eða öðrum?
    -10
    • FFS
      Fríður Finna Sigurðardótti skrifaði
      Já.
      12
    • VKBS
      Vilma Kristín Bald. Svövudóttir skrifaði
      2
    • ÁH
      Ásmundur Harðarson skrifaði
      Já, heilmikil eftirspurn enda ISG einn skarpasti pólitíkus sem Ísland hefur alið. Þrátt fyrir að hún væri í miklum metum meðal kjósenda höfðu margir þingmenn flokksins horn í síðu hennar. Ég býst við að það hafi verið vegna yfirburða og vinsælda hennar. Þetta ástand innan flokksins leiddi að mínu mati til hruns hans frá um 30% fylgi niður í rúm 5%.
      Eyða
      3
    • Þorbjörg Hall skrifaði
      Já svo sannarlega
      1
    • Já, en það er engin eftirspurn eftir þínu röfli um hana
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár