Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Páfa hent í sjóinn með akkeri um hálsinn

Páfinn sit­ur enn í Róm, 2

Páfa hent í sjóinn með akkeri um hálsinn
Páfa fleygt í sjóinn. Ekki er víst að Klemens hafi í rauninni verið í svona fínum skrúða eftir að hafa púlað í þrælkunarvinnu á Krímskaga um skeið.

Fyrir nokkrum vikum rifjaði ég hér upp feril Péturs postula sem litið er á sem fyrsta biskup kristinna manna í Rómaborg, og þar með í raun sem fyrsta páfann í kristindómnum en embættistitill páfa er einmitt Rómarbiskup.

Hér er hlekkur á þá grein.

Annar í röð Rómarbiskupa — og þar með páfa — er sagður hafa verið Línus nokkur. Á hann er minnst í einu bréfa Nýja testamentisins, 2. Tímóteusarbréfinu sem sagt er vera eftir Pál postula, þótt flestir fræðimenn muni nú efast um það. Í bréfinu kemur fram að höfundurinn býst við dauða sínum og í lok þess sendir hann kveðju til Tímóteusar trúboða:

„Evbúlus sendir þér kveðju og Púdes og Línus og Kládía og allir bræðurnir.“

Áttu konur að hylja höfuðið?

Línus hefur samkvæmt þessu verið í föruneyti Páls og gömul sögn hermir að þeir Páll og Pétur hafi skipað Línus biskup kristinna í Róm. Önnur sögn hermir að Línus hafi ákveðið að konur skyldu hylja höfuð sitt við messur og sú þriðja að hann hafi liðið píslarvætti fyrir trú sína, en þó hið fyrra kunni að vera rétt er hið síðara ólíklegt.

Einfaldlega af því engar sérstakar ofsóknir gegn kristnum mönnum og/eða Gyðingum fóru fram milli ofsókna Nerós og svo þess þegar Dómitíanus fór að amast við kristnu fólki.

Altént á Línus að hafa dáið árið 76 og þá mun Anacletus nokkur hafa tekið við og setið á biskupsstóli uns hann dó árið 92. Hann var því þriðji páfinn.

Domitianus ofsótti kristna menn,þótt ofsóknir hans hafi raunar ekki verið ámóta og ofsóknir Neros. En kristnum var farið að fjölga, jafnvel í námunda við keisarann og hirð hans.

Um Anacletus er það eitt sagt að hann hafi skipt Róm upp í 25 sóknir sem bendir til þess — ef satt er — að kristnum mönnum hafi verið farið að fjölga verulega í Rómaborg.

Fjórði Rómarbiskup, eða páfi, var Klemens 1.

Kristið fólk í innsta hring keisarans?

Óvíst er hvaðan hann var upprunninn. Einu sinni var hann talinn hafa verið leysingi (það er að segja fyrrverandi þræll) í eigu Títusar Flavíusar Klemens en hann var náfrændi Dómitíanusar keisara (ríkti 81-96). Flavíus Klemens er í heimildum sagður hafa verið tekinn af lífi fyrir „guðleysi“ og sömuleiðis margir af hans fólki sem hneigðist til hjátrúar af ætt Gyðingdóms.

Þetta hefur verið túlkað þannig að Flavíus Klemens hafi verið orðinn kristinn, og kona hans sömuleiðis en hún var send í útlegð. Hafi Klemens páfi verið leysingi hans, þá gæti hann sem hægast hafa kynnt Flavíus Klemens og konu hans fyrir Jesúa frá Nasaret.

Þetta er þó óljóst, og það eru líka heimildir sem herma að Klemens páfi hafi sjálfur verið af ættum „heldra fólks“ í Rómaveldi.

Þá er til er bréf sem Klemens páfi er sagður hafa skrifað til kristna safnaðarins í Kórintu á Grikklandi og snýst um togstreitu og erjur innan hópsins. Hvort sem Klemens skrifaði það eða einhver annar er það talið mjög gamalt, skrifað í síðasta lagi um árið 90-95 og gefur merkilega mynd af samfélagi kristinna manna sem voru farnir að átta sig á því að Jesúa myndi ekki endilega snúa aftur frá himnum í fyrirsjáanlegri framtíð, en því höfðu þau kristnu trúað fyrstu áratugina.

Páfa drekkt

Árið 99 var Klemens sagður hafa verið gerður útlægur frá Rómaborg og sendur til Krímskaga.

Trajanus var dugmikill keisari en vildi enga lausung.Því amaðist hann við kristnu fólki sem honum fannst draga úr samhug og aga í samfélaginu.

Þá var Trajanus orðinn keisari í Róm og hann sýndi kristnum mönnum heilmikla hörku.

Klemens var nú settur til vinnu í grjótnámu og þegar samfangar hans voru eitt sinn í andarslitrunum af þorsta sló hann með öxi sinni í klett og spratt þá fram svalandi lind.

Snerust þá margir fanganna til kristindóms en í refsingarskyni var Klemens leiddur út á skip sem vaggaði í hægðum sínum við Krímskagann — og þar var akkerisfesti bundin um háls honum og honum svo fleygt útbyrðis og drukknaði þar.

Klemens var vitaskuld tekinn í dýrlingatölu fyrir þetta píslarvætti sitt. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár