Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Líf í smástund

Stund­ar­skrá­in 9. til 29. sept­em­ber 2022.

Líf

Hvar: Samkomuhúsið á Akureyri

Hvenær: 23. og 24. september

Miðaverð: 4.900 kr.

Einleikurinn Líf eftir eftir Margréti Sverrisdóttur verður sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri 23. og 24. september. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Líf fjallar um Sissu Líf sem er tónlistarkona af lífi og sál. Hún hefur óbilandi trú á eigið ágæti en finnst hún ekki alltaf njóta sannmælis í listaheiminum þar sem klíkuskapurinn ræður ríkjum. Eftir eins sumars frægð á unglingsárunum og vinsælan einsmellung dreymir hana um meira. Svo miklu meira. En lífið þvælist fyrir henni og áframhaldandi frægð lætur bíða lengi eftir sér. En Sissa gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og loksins, einn góðan veðurdag, springur allt út.


Sem á himni

Hvar: Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Hvenær: Frumsýning 16. september

Verð: 8.900–9.900 kr.

Sem á himni er einstaklega heillandi, splunkunýr söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Ægifögur tónlist, litríkar og skemmtilegar persónur og hrífandi saga hafa nú þegar heillað fjölda áhorfenda erlendis og nýjar uppsetningar á verkinu eru væntanlegar víða. Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Hrífandi saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina.


Bara smástund!

Hvar: Stóra svið Borgarleikhússins

Hvenær: Frumsýning 23. september kl. 20

Miðaverð: 7.200 kr.

Bara smástund! er sprenghlægilegur gamanleikur um Michel sem sér fram á ljúfan laugardag í ró og næði og tækifæri til að hlusta á mjög sjaldgæfa og goðsagnakennda djassplötu sem hann hefur fundið á markaðnum, en það virðist ekki eiga að verða. Natalie, eiginkona hans, vill ræða son þeirra, Sebastien, sem vill láta breyta nafni sínu í Fucking Rat, og henni finnst líka tími til kominn að horfast í augu við gamlar syndir úr sambandinu; hjákonan er þjökuð af samviskubiti og vill ljóstra upp um hliðarspor Michels, framkvæmdirnar á baðherberginu eru að fara úr böndunum, það lekur niður til nágrannans og iðnaðarmaðurinn reynist ekki allur þar sem hann er séður.

Álfrún Örnólfsdóttir leikstýrir hér glæsilegum hópi leikara en aðalhlutverkið er í höndum Þorsteins Bachmann. 


Habanera – Syngjandi í Salnum

Hvar: Salurinn

Hvenær: 21. september

Miðaverð: 3.920-4.900 kr.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran flytur fyrir hlé, ásamt spænska klassíska gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui, útsetningar fyrir rödd og gítar á sönglögunum Klementínudans, Kisa mín og Úr Hulduljóðum (Smávinir fagrir) eftir Atla Heimi Sveinsson. Þau kynna einnig áhorfendum á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti nýjar útsetningar á bandarískum þjóðlögum sem John Jacob Niles gerði fræg á síðustu öld. Helmingnum lýkur með ástsælli þýðingu Þórarins Eldjárn á lagi Violetu Parra, Þökk sé þessu lífi (Gracias a la vida). Eftir hlé flétta þau Guðrún og píanóleikarinn Sigurður Helgi Oddsson saman ýmsum lögum sem innblásin eru af habanera-taktinum margfræga og að sjálfsögðu hina frægu Habaneru-aríu Carmenar úr samnefndri óperu eftir Georges Bizet.


Hafið

Hvar: Listasafn Íslands, Safnahúsið, Hverfisgötu 15

Hvenær: Til 23. ágúst 2026.

Miðaverð: Ókeypis aðgangur fyrir börn yngri en 18 ára. Almennt miðaverð 2.000.

Hafið er umlykjandi á nýrri sýningu á 2. hæð í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem fjársjóður íslenskrar myndlistar er aðgengilegur. Gestum gefst nú tækifæri á að upplifa listaverk sem öll tengjast hafinu og orðræðunni um sjálfbærni. Hafið hefur veitt mörgum listamönnum innblástur til listsköpunar. Verkin á sýningunni vísa í ýmsa þætti sem vert er að skoða í samhengi við hafið og hvernig samband manna við hafið hefur breyst. Auðlindir hafsins, baráttan við bárurnar, efling náttúruvitundar og sjálfbærni. Undur hafsins eru leiðarstef í sýningunni sem höfðar til fólks á öllum aldri.


Pottþétt 80's/90's partý

Hvar: Sjallinn

Hvenær: 17. september

Miðaverð: 3.500 kr.

Þann 17. september verður 80's 90's dansveisla í Sjallanum Akureyri. N3 plötusnúðar ætla að leika fyrir dansi og ætlar hinm eini sanni Herbert Guðmunds að stíga á svið. Í gegnum tíðina hafa böllin hjá N3 mönnum slegið í gegn og má ekki búast við neinu öðru þetta kvöldið, húsiðverður  opnað kl. 23.00 og er miðasala á tix.is.


Á elleftu stundu

Hvar: Þjóðminjasafnið

Hvenær: 19. september–26. febrúar 2023

Miðaverð: 2.500 kr. og miðinn gildir allt árið.

 Á áttunda áratug síðustu aldar stóðu arkitektaskólarnir í Kaupmannahöfn og Árósum fyrir námsferðum til Íslands þar sem ýmis gömul hús voru mæld upp og teiknuð. Þessar ferðir voru skipulagðar af kennurum og nemendum skólanna í nánu samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. 

Árið 2017 ánafnaði svo einn af leiðtogum þessara leiðangra, danski arkitektinn og fyrrverandi kennari við Arkitektaskólann í Árósum, Poul Nedergaard Jensen, Þjóðminjasafni Íslands yfirgripsmikið safn sitt af teikningum og ljósmyndum úr uppmælingarferðunum. Í þessu safni liggur ómetanleg skráning á íslenskri byggingarlist sem er að einhverju leyti horfin, þó að mörgu hafi tekist að bjarga.

Á sýningunni Á elleftu stundu verða teikningar og ljósmyndir úr safni Pouls Nedergaards Jensens sem gerðar voru í þessum uppmælingaferðum dönsku arkitektaskólanna. Sýningin er jafnframt afrakstur rannsókna Kirsten Simonsen á þessum gögnum en hún hefur gegnt rannsóknarstöðu tengdu nafni Kristjáns Eldjárn við Þjóðminjasafn Íslands undanfarin tvö ár. Í tengslum við sýninguna mun Þjóðminjasafnið gefa út samnefnt rit eftir Kirsten sem fjallar ítarlega um þessar ferðir, afrakstur þeirra og áhrif á húsafriðun og minjavernd á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár