Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari á sér langa sögu af umdeildum ummælum sem hann hefur látið frá sér á samfélagsmiðlum eða í eigin persónu við samstarfsfólk. Nú síðast sagði hann hælisleitendur „auðvitað ljúga“ í færslu á Facebook-síðu sinni og spurði hvort „skortur sé á hommum á Íslandi“.
Vísaði hann til nýfallins dóms þar sem Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála höfðu ranglega ekki tekið kynhneigð manns trúanlega, en hann hafði sótt um alþjóðlega vernd sökum kynhneigðar.
Samtökin '78 kærðu Helga Magnús til lögreglu í vikunni fyrir hatursorðræðu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði færslu Helga Magnúsar „slá sig illa“. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur einnig tekið ummæli hans til skoðunar innan embættisins að eigin frumkvæði.
Sem vararíkissaksóknari er Helgi Magnús Gunnarsson einn æðsti embættismaður réttarvörslukerfisins á Íslandi. Hafa opinberir starfsmenn rétt til þátttöku í opinni og frjálsri umræðu um þjóðfélagsmál og njóta tjáningarfrelsis. Þess er þó krafist í siðareglum fyrir ákærendur að þeir „skulu gæta þess …
Athugasemdir