Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ríkissaksóknari skoðar ummæli Helga – enn einu sinni

Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­rík­is­sak­sókn­ari og þar með einn æðsti emb­ætt­is­mað­ur rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins á Ís­landi, kemst reglu­lega í fjöl­miðla fyr­ir um­deild um­mæli, oft sett fram á Face­book. Sam­tök­in '78 hafa kært nýj­ustu um­mæl­in og rík­is­sak­sókn­ari þarf nú sem áð­ur að svara fyr­ir það sem Helgi skrif­ar í frí­tíma sín­um.

Ríkissaksóknari skoðar ummæli Helga – enn einu sinni
Helgi Magnús Gunnarsson og Sigríður Friðjónsdóttir Ríkissaksóknari vill ekki tjá sig um ummæli vararíkissaksóknara, en hefur staðfest að þau séu til skoðunar hjá embættinu að hennar frumkvæði. Mynd: Pressphotos.biz - (GeiriX)

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari á sér langa sögu af umdeildum ummælum sem hann hefur látið frá sér á samfélagsmiðlum eða í eigin persónu við samstarfsfólk. Nú síðast sagði hann hælisleitendur „auðvitað ljúga“ í færslu á Facebook-síðu sinni og spurði hvort „skortur sé á hommum á Íslandi“.

Vísaði hann til nýfallins dóms þar sem Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála höfðu ranglega ekki tekið kynhneigð manns trúanlega, en hann hafði sótt um alþjóðlega vernd sökum kynhneigðar.

Samtökin '78 kærðu Helga Magnús til lögreglu í vikunni fyrir hatursorðræðu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði færslu Helga Magnúsar „slá sig illa“. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur einnig tekið ummæli hans til skoðunar innan embættisins að eigin frumkvæði.

Sem vararíkissaksóknari er Helgi Magnús Gunnarsson einn æðsti embættismaður réttarvörslukerfisins á Íslandi. Hafa opinberir starfsmenn rétt til þátttöku í opinni og frjálsri umræðu um þjóðfélagsmál og njóta tjáningarfrelsis. Þess er þó krafist í siðareglum fyrir ákærendur að þeir „skulu gæta þess …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár