Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

1.410 úkraínskir ríkisborgarar á Íslandi

Úkraínsk­um rík­is­borg­ur­um með bú­setu á Ís­landi hef­ur fjölg­að um 490% frá því fyr­ir jól sam­kvæmt Þjóð­skrá. Er­lend­um rík­is­borg­ur­um fjölg­aði um 7,5 pró­sent á land­inu á sama tíma­bili.

1.410 úkraínskir ríkisborgarar á Íslandi
Stríðinu mótmælt Fjöldi Úkraínumanna hefur leitað skjóls á Íslandi síðustu mánuði. Mynd: Davíð Þór

Alls voru 59.105 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu á Íslandi 1. júlí síðastliðinn. Fjölgaði þeim um 4.126 frá 1. desember 2021, eða um 7,5 prósent.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þjóðskrá sendi frá sér í dag. Stór hluti þeirra erlendu ríkisborgara sem flutt hafa til landsins á þessu tímabili eru úkraínskir. Fjölgaði þeim um 490 prósent á tímabilinu og eru nú 1.410 úkraínskir ríkisborgarar skráðir. Stór hluti þeirra er hingað kominn vegna innrásar Rússa í landið, en um 1.300 manns frá Úkraínu hafa leitað skjóls hérlendis frá áramótum.

Sömuleiðis hefur verið töluverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela, eða 57 prósenta fjölgun frá 1. desember. Eru nú 696 manns með venesúelskt ríkisfang búsettir á Íslandi.

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um 568 manns á tímabilinu og eru þeir nú rúmlega 22 þúsund talsins eða 5,8 prósent landsmanna og langstærsti hópur innflytjenda. Rúmenskum ríkisborgurum á landinu fjölgaði einnig á tímabilinu og eru þeir 3.159 búsettir á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár