1.410 úkraínskir ríkisborgarar á Íslandi

Úkraínsk­um rík­is­borg­ur­um með bú­setu á Ís­landi hef­ur fjölg­að um 490% frá því fyr­ir jól sam­kvæmt Þjóð­skrá. Er­lend­um rík­is­borg­ur­um fjölg­aði um 7,5 pró­sent á land­inu á sama tíma­bili.

1.410 úkraínskir ríkisborgarar á Íslandi
Stríðinu mótmælt Fjöldi Úkraínumanna hefur leitað skjóls á Íslandi síðustu mánuði. Mynd: Davíð Þór

Alls voru 59.105 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu á Íslandi 1. júlí síðastliðinn. Fjölgaði þeim um 4.126 frá 1. desember 2021, eða um 7,5 prósent.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þjóðskrá sendi frá sér í dag. Stór hluti þeirra erlendu ríkisborgara sem flutt hafa til landsins á þessu tímabili eru úkraínskir. Fjölgaði þeim um 490 prósent á tímabilinu og eru nú 1.410 úkraínskir ríkisborgarar skráðir. Stór hluti þeirra er hingað kominn vegna innrásar Rússa í landið, en um 1.300 manns frá Úkraínu hafa leitað skjóls hérlendis frá áramótum.

Sömuleiðis hefur verið töluverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela, eða 57 prósenta fjölgun frá 1. desember. Eru nú 696 manns með venesúelskt ríkisfang búsettir á Íslandi.

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um 568 manns á tímabilinu og eru þeir nú rúmlega 22 þúsund talsins eða 5,8 prósent landsmanna og langstærsti hópur innflytjenda. Rúmenskum ríkisborgurum á landinu fjölgaði einnig á tímabilinu og eru þeir 3.159 búsettir á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár