Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

1.410 úkraínskir ríkisborgarar á Íslandi

Úkraínsk­um rík­is­borg­ur­um með bú­setu á Ís­landi hef­ur fjölg­að um 490% frá því fyr­ir jól sam­kvæmt Þjóð­skrá. Er­lend­um rík­is­borg­ur­um fjölg­aði um 7,5 pró­sent á land­inu á sama tíma­bili.

1.410 úkraínskir ríkisborgarar á Íslandi
Stríðinu mótmælt Fjöldi Úkraínumanna hefur leitað skjóls á Íslandi síðustu mánuði. Mynd: Davíð Þór

Alls voru 59.105 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu á Íslandi 1. júlí síðastliðinn. Fjölgaði þeim um 4.126 frá 1. desember 2021, eða um 7,5 prósent.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þjóðskrá sendi frá sér í dag. Stór hluti þeirra erlendu ríkisborgara sem flutt hafa til landsins á þessu tímabili eru úkraínskir. Fjölgaði þeim um 490 prósent á tímabilinu og eru nú 1.410 úkraínskir ríkisborgarar skráðir. Stór hluti þeirra er hingað kominn vegna innrásar Rússa í landið, en um 1.300 manns frá Úkraínu hafa leitað skjóls hérlendis frá áramótum.

Sömuleiðis hefur verið töluverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela, eða 57 prósenta fjölgun frá 1. desember. Eru nú 696 manns með venesúelskt ríkisfang búsettir á Íslandi.

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um 568 manns á tímabilinu og eru þeir nú rúmlega 22 þúsund talsins eða 5,8 prósent landsmanna og langstærsti hópur innflytjenda. Rúmenskum ríkisborgurum á landinu fjölgaði einnig á tímabilinu og eru þeir 3.159 búsettir á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár