Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

1.410 úkraínskir ríkisborgarar á Íslandi

Úkraínsk­um rík­is­borg­ur­um með bú­setu á Ís­landi hef­ur fjölg­að um 490% frá því fyr­ir jól sam­kvæmt Þjóð­skrá. Er­lend­um rík­is­borg­ur­um fjölg­aði um 7,5 pró­sent á land­inu á sama tíma­bili.

1.410 úkraínskir ríkisborgarar á Íslandi
Stríðinu mótmælt Fjöldi Úkraínumanna hefur leitað skjóls á Íslandi síðustu mánuði. Mynd: Davíð Þór

Alls voru 59.105 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu á Íslandi 1. júlí síðastliðinn. Fjölgaði þeim um 4.126 frá 1. desember 2021, eða um 7,5 prósent.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þjóðskrá sendi frá sér í dag. Stór hluti þeirra erlendu ríkisborgara sem flutt hafa til landsins á þessu tímabili eru úkraínskir. Fjölgaði þeim um 490 prósent á tímabilinu og eru nú 1.410 úkraínskir ríkisborgarar skráðir. Stór hluti þeirra er hingað kominn vegna innrásar Rússa í landið, en um 1.300 manns frá Úkraínu hafa leitað skjóls hérlendis frá áramótum.

Sömuleiðis hefur verið töluverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela, eða 57 prósenta fjölgun frá 1. desember. Eru nú 696 manns með venesúelskt ríkisfang búsettir á Íslandi.

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um 568 manns á tímabilinu og eru þeir nú rúmlega 22 þúsund talsins eða 5,8 prósent landsmanna og langstærsti hópur innflytjenda. Rúmenskum ríkisborgurum á landinu fjölgaði einnig á tímabilinu og eru þeir 3.159 búsettir á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár