Plastbarkaaðgerðir ítalska skurðlæknisins Paulo Macchiarini á þremur sjúklingum á Karolinska-sjúkrahúsinu, meðal annars Andemariam Beyene sem búsettur var á Íslandi, voru ekki í samræmi við vísindi og gagnreyndar rannsóknir. Allar voru aðgerðirnar hins vegar gerðar í neyð samkvæmt skilningi sænskra hegningarlaga. Tvær af aðgerðunum, meðal annars ígræðslan á plastbarka í Andemariam Beyene, voru hins vegar ekki óréttlætanlegar heldur átti það við um þriðju aðgerðina.
Þess vegna er ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir þriðju plastbarkaaðgerðina sem hann gerði í Svíþjóð, en sú aðgerð var framkvæmd á tyrknesku stúlkunni Yesim Cetir. Þetta er niðurstaða dómstóls í Solna í Svíþjóð.
Macchiarini er dæmdur fyrir að hafa valdið Yesim Cetir líkamstjóni en er sýknaður af ákæru um líkamsárás þar sem dómstóllinn telur að ekki hafi verið sannað að Macchiarini hafi brotið af sér að yfirlögðu ráði heldur að hann hafi verið óvarkár og tekið óréttlætanlega áhættu. Miðað við það sem Macchiarini …
Athugasemdir