Hluta af starfsmönnum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði var sagt frá væntanlegum samruna fyrirtækisins og Arnarlax á Bíldudal fyrir síðustu helgi. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Á mánudag barst tilkynning um það til norsku móðurfélag Arnarlax, Salmar AS, myndi kaupa Arctic Fish af norsku móðurfélagi þess, Norway Royal Salmon. Í þeirri tilkynningu kom fram að hægt væri að ná „verulegum samlegðaráhrifum“ í rekstri fyrirtækjanna tveggja.
Ekki var staðhæft í tilkynningunni að búið væri að ákveða að sameina ætti fyrirtækin en það var gefið sterklega í skyn. Orðrétt sagði í tilkynningunni um starfsemi Arctic Fish og Arnarlax: „Báðir aðilar eru með starfsemi á Vestfjörðum á Íslandi í gegnum fyrirtækin Icelandic Salmon (sem SalMar á) og Arctic Fish (sem NRS á). Í sameiningu geta þessir aðilar náð fram verulegum samlegðaráhrifum í gegnum bættan rekstur á sjó auk verulegrar …
Það segir sig sjálft að skrifstofuhald á Ísafirði verður óþarft. Bráðlega verður fóðruninni fjarstýrt frá Noregi eins og gert er í Skotlandi.