„Sú ákvörðun að auka svo mjög framleiðslu þessara lyfja var tekin eftir að ég hætti hjá Actavis en eins og tölurnar sýna sem þú vitnar til þá tvöfaldaðist salan árin eftir að ég hætti hjá fyrirtækinu,“ segir Róbert Wessmann, fyrrverandi forstjóri Actavis og núverandi forstjóri Alvogen, í viðtali við Stundina. Róbert svarar þessu til aðspurður um hver ábyrgð hans var á því að íslenska lyfjafyrirtækið byrjaði að selja ópíóða, sterk lyfseðilsskyld verkjalyf, sem valdið hafa faraldri misnotkunar í Bandaríkjunum á síðustu 25 árum.
Actavis hóf innreið sína á þennan ópíóðamarkað í Bandaríkjunum árið 2005 þegar Róbert var forstjóri félagsins.
Orð Róberts standast hins vegar ekki alveg skoðun þó svo að framleiðsla Actavis hafi aukist eftir að Róbert hætti hjá Actavis í ágúst árið 2008 þá var hún hlutfallslega mest þegar Róbert stýrði Actavis. Sala Actavis á ópíóðum var hlutfallslega mest árið 2007, rúmlega …
Athugasemdir (1)