Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur byrjað að rannsaka tiltekin atriði í sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í svari frá Seðlabanka Íslands við spurningum Stundarinnar. Orðrétt segir í svarinu frá stofnuninni: „Í ljósi eftirlitshlutverks Seðlabanka Íslands getur bankinn ekki tjáð sig um málefni sem eru beintengd sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka. Ástæðan er sú að einstakir þættir sem tengjast sölunni kunna að verða teknir til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Seðlabankans og hefur athugun á tilteknum þáttum tengdum sölunni þegar hafist.“
Hvaða þættir þetta eru sem Seðlabankinn hefur hafið rannsókn á liggur hins vegar ekki fyrir miðað við svarið frá stofnuninni.
„Ástæðan er sú að einstakir þættir sem tengjast sölunni kunna að verða teknir til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Seðlabankans og hefur athugun á tilteknum þáttum tengdum sölunni þegar hafist.“
Stundin greindi …
http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/
"130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"
"Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"
"Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"
Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!