Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sögðu fáheyrt að ráðherrar lýstu ekki stuðningi við samráðherra

Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn köll­uðu eft­ir því að Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son kæmi fyr­ir þing­ið og svar­aði fyr­ir rasísk um­mæli sín. For­seti Al­þing­is kvaðst ekki ætla að breyta dag­skrá þings­ins.

Sögðu fáheyrt að ráðherrar lýstu ekki stuðningi við samráðherra
Samþykkti ekki að kalla á Sigurð Inga Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, féllst ekki á kröfu stjórnarandstöðunnar um að Sigurður Ingi kæmi fyrir þingið og stæði fyrir máli sínu.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í dag að Sigurður Ingi Jóhannson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins kæmi fyrir Alþingi og gerði grein fyrir máli sínu, er varðar rasísk ummæli sem hann lét falla í liðinni viku. Forseti Alþingis varð ekki við því. Ekki hefur borist formleg kvörtun til forsætisnefndar Alþingis vegna hugsanlegs brots Sigurðar Inga á siðareglum þingmanna.

Sigurður Ingi játaði í gær að hafa haft óviðurkvæmileg orð um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, í boði Framsóknarflokksins síðastliðinn fimmtudag. Áður hafði Vigdís birt yfirlýsingu um að Sigurður Ingi hefði viðhaft mjög særandi orðfæri. Samkvæmt heimildum Stundarinnar vísaði Sigurður Ingi til Vigdísar sem „þeirrar svörtu“.

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, fór fram á að ræða fundarstjórn forseta Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Vakti hún þar máls á því að Sigurður Ingi hefði orðið uppvís að hegðun sem væri „ólíðandi fyrir ráðherra í ríkisstjórn og formann stjórnarflokks.“ Hann hefði farið undan í flæmingi aðspurður um málið og neitað að svara því með hvaða hætti hann hygðist axla ábyrgð.

Halldóra benti á að til stæði að ræða á Alþingi fjármálaáætlun þar sem Sigurður Ingi ætti að vera viðstaddur og svara fyrir sín málefnasvið. „Það gengur ekki, forseti, að Alþingi haldi bara áfram eins og ekkert hafi í skorist, enda starfar ríkisstjórnin í umboði meiri hluta þingsins. Ég fer því fram á að ráðherra komi fyrir þingið, geri grein fyrir máli sínu í yfirlýsingu samkvæmt 61. grein þingskapa og í kjölfarið gefist þingmönnum kostur á að eiga orðastað við ráðherra. Ráðherra verður að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart þinginu og almenningi áður en lengra er haldið.“

„Við hér inni hljótum að gera skýlausa kröfu um að hann svari fyrir framgöngu sína en sýni ekki fjölmiðlum bara afturendann á sér“
Jóhann Páll Jóhannsson
þingmaður Samfylkingarinnar um Sigurð Inga.

Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku undir með Halldóru. „Við hér inni hljótum að gera skýlausa kröfu um að hann svari fyrir framgöngu sína en sýni ekki fjölmiðlum bara afturendann á sér,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar í umræðunum.

Forseti vildi ekki breyta dagskrá

Birgir Ármannsson forseti Alþingis tók þá til máls og greindi frá því að hann hefði átt fundi með þingflokksformönnum um dagskrá þingsins. Ósk um að Sigurður Ingi kæmi fyrir þingið og gerði grein fyrir máli sínu hefði ekki komið þar fram og því hyggðist forseti ekki gera breytingar á dagskránni.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki sáttir við þá afstöðu Birgis og ítrekuðu eindregið stuðning sinn við kröfu Halldóru. „Ég set spurningamerki við það hversu einlæg og hversu ærleg sú afsökunarbeiðni var sem hæstvirtur ráðherra setti fram þegar hann gerði það í því samhengi að hann var kominn algjörlega upp að vegg. Það er nauðsynlegt að þetta samtal fái að eiga sér stað hér inni í þessum sal,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar.

Bjarni sagði rangt farið með orð sín

Þá var á það bent í ræðum þingmannanna Sigmars Guðmundssonar, áðurnefndra Jóhanns Páls og Þorbjargar og Andrésar Inga Jónssonar, að samráðherrar Sigurðar Inga, þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefðu ekki treyst sér til að lýsa yfir stuðningi við Sigurð Inga þegar Ríkisútvarpið spurði þau út í málið.  Var meðal annars verið að vísa til ummæla Bjarna þegar hann var spurður hvort hann teldi Sigurði Inga sætt í embætti vegna málsins. „Það er alfarið mál þess sem á í hlut hverju sinni að leggja mat á það og ég ætla ekki að leggja neitt á mig til þess að hjálpa til við það,“ sagði Bjarni í viðtali við Ríkisútvarpið.

„Ef þú styður ríkisstjórnina sem ráðherra þá segirðu: Já, mér finnst hann ekkert eiga að segja af sér“
Andrés Ingi Jónsson
þingmaður Pírata um svör Bjarna Benediktssonar

„Er ástandið í stjórnarráðinu orðið það viðkvæmt, eins og endurspeglast í því til dæmis að formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann er spurður hvort hann styðji innviðaráðherra, segir ekki já. Það er eina svarið sem er í boði þegar þú ert ráðherra í ríkisstjórn. Ef þú styður ríkisstjórnina sem ráðherra þá segirðu: Já, mér finnst hann ekkert eiga að segja af sér,“ sagði Andrés Ingi í umræðunum um fundarstjórn forseta.

Bjarni kom þá í ræðustól og sagði rangt farið með orð sín þegar því hafi verið haldið fram að hann hafi neitað að veita Sigurði Inga stuðningsyfirlýsingu. „Þetta er bara alrangt. Það sem ég var að bregðast við var beiðni fréttmanns um það að taka afstöðu með því hvort að annar stjórnmálamaður ætti að segja af sér. Það er bara mín skoðun að það fer ekkert sérstaklega vel á því að einn stjórnmálamann segi annan ætti að segja af sér.“

Umræðum um fundarstjórn forseta lauk án þess að orðið yrði við kröfu um að Sigurður Ingi mætti fyrir þingið.

Fyrr í dag hafði Stundin samband við Birgi Ármannsons þingforseta og innti hann eftir því hvort kvörtun vegna hugsanlegs brots Sigurðar Inga á siðareglum þingmanna hefði komið inn á borð forsætisnefndar. Svaraði Birgir því til að svo væri ekki, svo honum væri kunnugt um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það eru í raun þrjár ríkisstjórnir í landinu. Þetta mál opinberar með skýrum hætti valdleysi Katrínar Jakobsdóttur.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár