„Við erum að grínast mikið, stundum með mjög svörtum húmor,“ segir Dima Maleev, hlaðvarpsstjarna og YouTube-ari í Úkraínu um þær aðferðir sem hann nú beitir til að berja samlöndum sínum baráttuanda í brjóst í stríðinu við Rússa. „Á þessum erfiðum tímum er erfitt að hlusta á allan þennan áróður, falsfréttir, sjá myndir af látnu fólki og sprengingar. Þá er mikilvægt að hafa smá húmor, að fá smá ljós inn í líf sitt, til að róa sig. Margt fólk er að skrifa til okkar og þakkar okkur fyrir hlaðvörpin. Það segir við okkur að þau hafi róað þau mikið og í raun varnað því að þau hafi orðið geðveik vegna ástandsins. Við munum halda þessu áfram og jafnvel ef við náum bara að láta tvær manneskjur brosa núna á þessum tíma þá þýðir það að við erum að gera eitthvað rétt.“
Dima Maleev flutti fyrir stuttu aftur til Úkraínu eftir að …
Athugasemdir