Ein helsta réttlæting Rússa og stuðningsmanna þeirra fyrir innrásinni í Úkraínu er að það sé á sinn hátt „eðlilegt“ að Rússar vilji hafa borð fyrir báru í vestri, því svo oft hafi þeir sætt ofsafengnum árásum þaðan. En er það svo? Hafa virkilega oft verið gerðar grimmilegar innrásir í Rússland úr vestri sem hafa beinlínis ógnað tilveru rússnesku þjóðarinnar?
Gáum að því.
Ef við lítum á Moskvu sem upphafspunkt hins núverandi Rússaríkis þá fór ríkið að verða til á 13. öld. Þá höfðu Mongólar eytt mörgu helstu borgum Slava eins og Kyív og Moskva var til að byrja með nánast leppríki Mongóla og skattheimtumaður. Næstu aldirnar óx Moskva hins vegar smátt og smátt og fór að hrista af sér ok Mongóla. Moskvuprinsar náðu loks að Kaspíahafi á ofanverðri 16. öld eftir að hafa sigrað Mongólaríkin Kazan og Astrakan (1552-1556), og um leið höfðu Rússar lagt undir sig flæmi allt norður …
Athugasemdir (1)