Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Úkraínumenn sökktu sjálfir sínu besta skipi: „Erfitt að ímynda sér erfiðari ákvörðun“

Freigát­unni Hetman Sa­hai­dachny sökkt í höfn­inni í My­kolaiv svo hún félli ekki í hend­ur Pút­ins

Úkraínumenn sökktu sjálfir sínu besta skipi: „Erfitt að ímynda sér erfiðari ákvörðun“
Hetman Sahaidachny í höfninni í Mykolaiv.

Úkraínumenn sökktu í gær stærsta og öflugasta herskipi sínu, freigátunni Hetman Sahaidachny. Skipið hafði legið til viðgerða í höfninni í borginni Mykolaiv sem er við Svartahaf. Úkraínumenn höfðu lagt allt kapp á að ljúka viðgerðum síðustu vikurnar þegar spennan fór vaxandi við liðssafnað Rússa á landamærunum og á Svartahafi.

Skipið var af svonefndri Krivak-gerð (nánar tiltekið Krivak III) en Sovétmenn hófu byggingu á þeim á sexunni og var fyrsta skipið í notkun 1968. Þetta eru 3.500 tonna skip, ætluð til kafbátaveiða og til að fylgja öðrum stærri herskipum.

Smíði hófst 1991 og átti skipið þá að heita Kirov en þegar Sovétríkin hrundu tók nýstofnaður floti sjálfstæðrar Úkraínu við smíðinni og gaf því nýtt nafn. Hetman Sahaidachny var úkraínskur kósakkaforingi sem barðist gegn bæði Tyrkjum og Rússum í upphafi 17. aldar.

Oleksii Reznikov varnarmálaráðherra Úkraínutók af skarið um að skipstjóri freigátunnar hefði fyrirskipað að henni skyldi sökkt.

Skipið var tekið í notkun 1993 og var fyrsta herskip Úkraínu og mikils metið sem slíkt. Það var enn stærsta herskip hins smáa en stolta úkraínska flota — þangað til í gær.

Þegar nágrannaborgin Kherson var að falla í hendur Rússa sáu Úkraínumenn að stórhætta var á að rússneskar hersveitir næðu einnig Mykolaiv og Hetman Sahaidachny félli í hendur þeirra. Þá var skipinu sökkt fremur en að það félli í hendur Rússa.

„Rússneska herskip, farðu til fjandans“

Alls voru smíðaðar um 40 freigátur af þessari gerð og voru þær síðustu teknar í notkun 2012, þrjár talsins og hafa þær allar bækistöðvar á Svartahafi. Þær eru því vafalaust í þeirri flotadeild sem beið fyrir utan Mykolaiv eftir því hvort Hetman Sahaidachny næði að komast út til að berjast við ofureflið.

Og kannski voru þær líka í rússneska flotanum sem réðist að herflokki Úkraínumanna á Snákaeyju á dögunum en var sagt að „fara til fjandans“ eins og frægt varð.

Varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksii Reznikov, sagði á Facebook:

„Skipstjórinn fyrirskipaði að botnlokur skipsins yrðu opnaðar svo að Hetman Sahaidachny [...] félli ekki í hendur óvinarins. Það er erfitt að ímynda sér erfiðari ákvörðun fyrir hugrakkan stríðsmann og allan hópinn hans. En við erum að byggja nýjan flota. Nýtískulegan og öflugan. Mikilvægast nú er að standa í lappirnar.“

Hér að neðan má sjá Hetman Sahaidachny á siglingu fyrir nokkru síðan.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BH
    Bjarki Hilmarsson skrifaði
    "Sovétmenn hófu byggingu á þeim á sexunni" Hvar læra blaðamenn að skrifa texta?
    1
  • Halldor Kvaran skrifaði
    Úr fréttinni: "Þetta eru 3.500 tonna skip, ætluð til kafbátaveiða og ... "
    Eru kafbátar veiddir á línu, botnvörpu, í net eða á annan hátt?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár