Lítill kofi er kirfilega festur ofan á staur með Hornafjörð í bakgrunni, skammt frá heimili Hlyns Pálmasonar leikstjóra. Í kofanum og kringum hann leika sér börnin hans þrjú, Ída, Grímur og Þorgils, á milli þess sem dýrin í nágrenninu virða fyrir sér mannvirkið og snjóbylir geisa.
Þetta er viðfangsefni stuttmyndarinnar Nest, sem frumsýnd var á Berlinale hátíðinni á dögunum. Viðstödd til að kynna myndina voru Hlynur og Ída, dóttir hans, sem þrátt fyrir að vera aðeins 13 ára gömul er komin með mikla reynslu af kvikmyndaleik og heimsóknum á alþjóðlegar kvikmyndahátíðir. Hún fór með stórt hlutverk í Hvítum, hvítum degi, sem sýnd var í Cannes vorið 2019 og verður líka í næstu mynd föður síns í fullri lengd sem hann er nú að leggja lokahönd á.
Nest, eins og flestar aðrar myndir Hlyns, er sannkallað fjölskylduverkefni. Hún var tekin upp yfir nokkrar árstíðir við heimili þeirra rétt fyrir utan Höfn …
Athugasemdir