Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fjölskylduhreiðrið fest á filmu

Í nýrri stutt­mynd Hlyns Pálma­son­ar leika börn­in hans sér í ný­byggð­um kofa á milli þess sem nátt­úr­an dyn­ur á timbr­inu. Eft­ir frum­sýn­ing­una á Berl­inale há­tíð­inni sett­ust Hlyn­ur og Ída Mekkín, dótt­ir hans, nið­ur með Stund­inni til að spjalla um fjöl­skyldu­verk­efn­ið og flakk þeirra á kvik­mynda­há­tíð­ir heims­ins.

Fjölskylduhreiðrið fest á filmu
Hlynur og Ída á frumsýningunni Nest er ein af þremur myndum sem feðginin hafa gert saman, en Ída er einnig með hlutverk í Hvítum, hvítum degi frá 2019 og í óútkominni mynd Hlyns, Volaða land. Mynd: b'ERIK WEISS'

Lítill kofi er kirfilega festur ofan á staur með Hornafjörð í bakgrunni, skammt frá heimili Hlyns Pálmasonar leikstjóra. Í kofanum og kringum hann leika sér börnin hans þrjú, Ída, Grímur og Þorgils, á milli þess sem dýrin í nágrenninu virða fyrir sér mannvirkið og snjóbylir geisa.

Þetta er viðfangsefni stuttmyndarinnar Nest, sem frumsýnd var á Berlinale hátíðinni á dögunum. Viðstödd til að kynna myndina voru Hlynur og Ída, dóttir hans, sem þrátt fyrir að vera aðeins 13 ára gömul er komin með mikla reynslu af kvikmyndaleik og heimsóknum á alþjóðlegar kvikmyndahátíðir. Hún fór með stórt hlutverk í Hvítum, hvítum degi, sem sýnd var í Cannes vorið 2019 og verður líka í næstu mynd föður síns í fullri lengd sem hann er nú að leggja lokahönd á.

Nest, eins og flestar aðrar myndir Hlyns, er sannkallað fjölskylduverkefni. Hún var tekin upp yfir nokkrar árstíðir við heimili þeirra rétt fyrir utan Höfn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár