Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fjölskylduhreiðrið fest á filmu

Í nýrri stutt­mynd Hlyns Pálma­son­ar leika börn­in hans sér í ný­byggð­um kofa á milli þess sem nátt­úr­an dyn­ur á timbr­inu. Eft­ir frum­sýn­ing­una á Berl­inale há­tíð­inni sett­ust Hlyn­ur og Ída Mekkín, dótt­ir hans, nið­ur með Stund­inni til að spjalla um fjöl­skyldu­verk­efn­ið og flakk þeirra á kvik­mynda­há­tíð­ir heims­ins.

Fjölskylduhreiðrið fest á filmu
Hlynur og Ída á frumsýningunni Nest er ein af þremur myndum sem feðginin hafa gert saman, en Ída er einnig með hlutverk í Hvítum, hvítum degi frá 2019 og í óútkominni mynd Hlyns, Volaða land. Mynd: b'ERIK WEISS'

Lítill kofi er kirfilega festur ofan á staur með Hornafjörð í bakgrunni, skammt frá heimili Hlyns Pálmasonar leikstjóra. Í kofanum og kringum hann leika sér börnin hans þrjú, Ída, Grímur og Þorgils, á milli þess sem dýrin í nágrenninu virða fyrir sér mannvirkið og snjóbylir geisa.

Þetta er viðfangsefni stuttmyndarinnar Nest, sem frumsýnd var á Berlinale hátíðinni á dögunum. Viðstödd til að kynna myndina voru Hlynur og Ída, dóttir hans, sem þrátt fyrir að vera aðeins 13 ára gömul er komin með mikla reynslu af kvikmyndaleik og heimsóknum á alþjóðlegar kvikmyndahátíðir. Hún fór með stórt hlutverk í Hvítum, hvítum degi, sem sýnd var í Cannes vorið 2019 og verður líka í næstu mynd föður síns í fullri lengd sem hann er nú að leggja lokahönd á.

Nest, eins og flestar aðrar myndir Hlyns, er sannkallað fjölskylduverkefni. Hún var tekin upp yfir nokkrar árstíðir við heimili þeirra rétt fyrir utan Höfn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár