Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fjölskylduhreiðrið fest á filmu

Í nýrri stutt­mynd Hlyns Pálma­son­ar leika börn­in hans sér í ný­byggð­um kofa á milli þess sem nátt­úr­an dyn­ur á timbr­inu. Eft­ir frum­sýn­ing­una á Berl­inale há­tíð­inni sett­ust Hlyn­ur og Ída Mekkín, dótt­ir hans, nið­ur með Stund­inni til að spjalla um fjöl­skyldu­verk­efn­ið og flakk þeirra á kvik­mynda­há­tíð­ir heims­ins.

Fjölskylduhreiðrið fest á filmu
Hlynur og Ída á frumsýningunni Nest er ein af þremur myndum sem feðginin hafa gert saman, en Ída er einnig með hlutverk í Hvítum, hvítum degi frá 2019 og í óútkominni mynd Hlyns, Volaða land. Mynd: b'ERIK WEISS'

Lítill kofi er kirfilega festur ofan á staur með Hornafjörð í bakgrunni, skammt frá heimili Hlyns Pálmasonar leikstjóra. Í kofanum og kringum hann leika sér börnin hans þrjú, Ída, Grímur og Þorgils, á milli þess sem dýrin í nágrenninu virða fyrir sér mannvirkið og snjóbylir geisa.

Þetta er viðfangsefni stuttmyndarinnar Nest, sem frumsýnd var á Berlinale hátíðinni á dögunum. Viðstödd til að kynna myndina voru Hlynur og Ída, dóttir hans, sem þrátt fyrir að vera aðeins 13 ára gömul er komin með mikla reynslu af kvikmyndaleik og heimsóknum á alþjóðlegar kvikmyndahátíðir. Hún fór með stórt hlutverk í Hvítum, hvítum degi, sem sýnd var í Cannes vorið 2019 og verður líka í næstu mynd föður síns í fullri lengd sem hann er nú að leggja lokahönd á.

Nest, eins og flestar aðrar myndir Hlyns, er sannkallað fjölskylduverkefni. Hún var tekin upp yfir nokkrar árstíðir við heimili þeirra rétt fyrir utan Höfn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár