Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fjölskylduhreiðrið fest á filmu

Í nýrri stutt­mynd Hlyns Pálma­son­ar leika börn­in hans sér í ný­byggð­um kofa á milli þess sem nátt­úr­an dyn­ur á timbr­inu. Eft­ir frum­sýn­ing­una á Berl­inale há­tíð­inni sett­ust Hlyn­ur og Ída Mekkín, dótt­ir hans, nið­ur með Stund­inni til að spjalla um fjöl­skyldu­verk­efn­ið og flakk þeirra á kvik­mynda­há­tíð­ir heims­ins.

Fjölskylduhreiðrið fest á filmu
Hlynur og Ída á frumsýningunni Nest er ein af þremur myndum sem feðginin hafa gert saman, en Ída er einnig með hlutverk í Hvítum, hvítum degi frá 2019 og í óútkominni mynd Hlyns, Volaða land. Mynd: b'ERIK WEISS'

Lítill kofi er kirfilega festur ofan á staur með Hornafjörð í bakgrunni, skammt frá heimili Hlyns Pálmasonar leikstjóra. Í kofanum og kringum hann leika sér börnin hans þrjú, Ída, Grímur og Þorgils, á milli þess sem dýrin í nágrenninu virða fyrir sér mannvirkið og snjóbylir geisa.

Þetta er viðfangsefni stuttmyndarinnar Nest, sem frumsýnd var á Berlinale hátíðinni á dögunum. Viðstödd til að kynna myndina voru Hlynur og Ída, dóttir hans, sem þrátt fyrir að vera aðeins 13 ára gömul er komin með mikla reynslu af kvikmyndaleik og heimsóknum á alþjóðlegar kvikmyndahátíðir. Hún fór með stórt hlutverk í Hvítum, hvítum degi, sem sýnd var í Cannes vorið 2019 og verður líka í næstu mynd föður síns í fullri lengd sem hann er nú að leggja lokahönd á.

Nest, eins og flestar aðrar myndir Hlyns, er sannkallað fjölskylduverkefni. Hún var tekin upp yfir nokkrar árstíðir við heimili þeirra rétt fyrir utan Höfn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár