Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

669. spurningaþraut: Hvar er Eyjahafið? En Eyjahafið?

669. spurningaþraut: Hvar er Eyjahafið? En Eyjahafið?

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði auglýsingaplakatið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Og í framhaldi af því: Hvað kallast dansinn sem konurnar stíga þarna?

2.  Sá dans er alveg sérstaklega tengdur alveg ákveðnum skemmtistað sem heitir ... ?

3.  Eyjahafið heitir innhaf eitt og að því liggja tvö ríki. Hver eru þau?

4.  En svo er til annað Eyjahaf eða Mare Insularum, eins og það er raunar yfirleitt kallað. Hvar er það?

5.  Smjörlíki, sykur, eitt egg, sítrónudropar, hveiti, lyftiduft, mjólk og rúsínur. Hræra saman smörlíki og sykri, bæta egginu útí og því næst öllu hinu. Setja inn í ofn við rúmar 150 gráður í klukkustund og þá kemur út ... hvað?

6.  „Ég mun snúa aftur.“ Þetta er einn frægasti hershöfðingi seinni heimsstyrjaldar sagður hafa látið sér um munn fara þegar hann var hrakinn burt úr landi einu af óvinum. Hvaða landi?

7.  En hvað hét hershöfðinginn?

8.  „Ég mun snúa aftur,“ sagði líka fyrirbrigði eitt í frægri kvikmynd frá 1984. Hvað hét kvikmyndin?

9.  En leikarinn sem sagði þetta svo eftirminnilega?

10.  Securitate var nafnið á einni illræmdustu „öryggislögreglu“ í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu á dögum kalda stríðsins. Í hvaða ríki sá Securitate um persónunjósnir, handtökur, pyntingar og morð á stjórnarandstæðingum?

***

Seinni aukaspurning:

Á vesturströnd þessa flóa eru tvær borgir og fyrir tæpri öld var staða annarrar þeirrar afar umdeild. Hvað heitir ríkið sem við sjáum nú þarna umlykja flóann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Cancan.

2.  Rauða myllan, Moulin Rouge.

3.  Grikkland og Tyrkland.

4.  Á tunglinu.

5.  Jólakaka.

6.  Filippseyjum.

7.  MacArthur.

8.  Terminator.

9.  Arnold Schwarzenegger.

10.  Rúmeníu.

***

Svör við aukaspurningum:

Höfundur plakatsins var Toulouse-Lautrec.

Ríkið á neðri myndinni er Pólland. Borgin áminnsta heitir nú Gdansk en áður Danzig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár