Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

669. spurningaþraut: Hvar er Eyjahafið? En Eyjahafið?

669. spurningaþraut: Hvar er Eyjahafið? En Eyjahafið?

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði auglýsingaplakatið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Og í framhaldi af því: Hvað kallast dansinn sem konurnar stíga þarna?

2.  Sá dans er alveg sérstaklega tengdur alveg ákveðnum skemmtistað sem heitir ... ?

3.  Eyjahafið heitir innhaf eitt og að því liggja tvö ríki. Hver eru þau?

4.  En svo er til annað Eyjahaf eða Mare Insularum, eins og það er raunar yfirleitt kallað. Hvar er það?

5.  Smjörlíki, sykur, eitt egg, sítrónudropar, hveiti, lyftiduft, mjólk og rúsínur. Hræra saman smörlíki og sykri, bæta egginu útí og því næst öllu hinu. Setja inn í ofn við rúmar 150 gráður í klukkustund og þá kemur út ... hvað?

6.  „Ég mun snúa aftur.“ Þetta er einn frægasti hershöfðingi seinni heimsstyrjaldar sagður hafa látið sér um munn fara þegar hann var hrakinn burt úr landi einu af óvinum. Hvaða landi?

7.  En hvað hét hershöfðinginn?

8.  „Ég mun snúa aftur,“ sagði líka fyrirbrigði eitt í frægri kvikmynd frá 1984. Hvað hét kvikmyndin?

9.  En leikarinn sem sagði þetta svo eftirminnilega?

10.  Securitate var nafnið á einni illræmdustu „öryggislögreglu“ í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu á dögum kalda stríðsins. Í hvaða ríki sá Securitate um persónunjósnir, handtökur, pyntingar og morð á stjórnarandstæðingum?

***

Seinni aukaspurning:

Á vesturströnd þessa flóa eru tvær borgir og fyrir tæpri öld var staða annarrar þeirrar afar umdeild. Hvað heitir ríkið sem við sjáum nú þarna umlykja flóann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Cancan.

2.  Rauða myllan, Moulin Rouge.

3.  Grikkland og Tyrkland.

4.  Á tunglinu.

5.  Jólakaka.

6.  Filippseyjum.

7.  MacArthur.

8.  Terminator.

9.  Arnold Schwarzenegger.

10.  Rúmeníu.

***

Svör við aukaspurningum:

Höfundur plakatsins var Toulouse-Lautrec.

Ríkið á neðri myndinni er Pólland. Borgin áminnsta heitir nú Gdansk en áður Danzig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár