Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

668. spurningaþraut: Hve margir forsetar hafa setið á þingi, og svona eitthvað?

668. spurningaþraut: Hve margir forsetar hafa setið á þingi, og svona eitthvað?

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið sem sést hluti af hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir höfuðborgin í Aserbædjan?

2.  Hver gaf út bókin Die Traumdeutung eða Túlkun drauma árið 1899?

3.  Einn af núlifandi riddurum breska heimsveldisins er Reginald Kenneth Dwight, þótt raunar sé hann kunnari undir öðru nafni. Hvaða nafn er það?

4.  Hin tvítuga Zoi Sadowski-Synnott vann á dögunum fyrstu gullverðlaun Ný-Sjálendinga á vetrarólympíuleikum. En í hvaða grein?

5.  Hvað heitir skurðurinn milli Miðjarðarhafs og Rauða hafs?

6.  Hvað heitir heiðin sem ekin er milli Reykjavíkur og Hveragerðis?

7.  Árið 1874 töldu menn sig verða varir við skrímsli eitt skríða upp úr sjónum þar sem heitir Katanes. Fleiri töldu sig svo sjá skrímslið næstu misseri en loks virðist það hafa gufað upp. En hvar er þetta Katanes?

8.  Hversu hátt er Everest-fjall, nánast upp á metra — 7.850 metrar, 8.350 metrar, 8,850 metrar eða 9.350 metrar?

9.  Í hvaða bíómynd eða sjónvarpsþáttum er fjallað um Trapp-fjölskylduna?

10.  Hversu margir af forsetum Islands hafa setið á Alþingi sem þingmenn?

***

Aukaspurning sú hin síðari í dag:

Hér að neðan má sjá aðalleikara í leiksýningu sem nýlega var sett upp í Þjóðleikhúsinu. Hvaða leikrit var um að ræða?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bakú.

2.  Sigmund Freud.

3.  Sir Elton John.

4.  Snjóbretti.

5.  Súesskurður.

6.  Hellisheiði.

7.  Í Hvalfirði.

8.  8.850 metrar — raunar einum metra lægra.

9.  Tónaflóði — eða Sound of Music.

10.  Þrír: Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Ólafur Ragnar Grímsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri mynd sýnir hluta málverks eftir Van Gogh.

Neðri mynd er úr Rómeó og Júlíu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár