Fyrri aukaspurning:
Hver er þetta?
***
Aðalspurningar:
1. „No More Heroes“ er lag frá 1977. Hvaða hressa rokkhljómsveit flutti lagið?
2. Í laginu eru nefndar nokkrar hetjur af ýmsu sem ekki eru lengur á meðal vor. Þar á meðal er Sancho Panza. En hver var Sancho Panza?
3. Um daginn hrundu hlutabréf í Facebook svo rosalega að annað eins hafði vart sést. Hver var ástæðan?
4. Hér er ein afgangsspurning frá kölskaspurningunum frá í gær: Árið 2017 gaf íslensk rokkhljómsveit út plötuna Söngvar um helvíti mannanna. Hljómsveitin hafði þá starfað í nærri 30 ár en með nokkrum hléum, enda hafa meðlimir hljómsveitarinnar fengist við margt annað gegnum tíðina, og tveir þeirra jafnvel reynt fyrir sér í pólitík. Hver er hljómsveitin?
5. Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjónaukinn. Hver skrifaði þessar bækur?
6. Dalai Lama er í senn trúar- og eiginlegur þjóðarleiðtogi hvaða þjóðar?
7. Hvað hét sú kona sem kölluð var langbrók?
8. Yves Saint-Laurent andaðist 2008, 71 árs að aldri. Hvað hafði hann fengist við um dagana?
9. „Árdags í ljóma, upp rísi þjóðlið og skipist í sveit. Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma.“ Við hvaða fljót á þetta að gerast?
10. Hver skrifaði fyrir tæpum 50 áraum leikritin Dómínó og Klukkustrengi?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða hljómsveit er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Stranglers.
2. Þjónn Don Kíkóta.
3. Notendum hafði fækkað í fyrsta sinn.
4. Ham.
5. Pullman.
6. Tíbeta.
7. Hallgerður.
8. Fatahönnun.
9. Öxar við ána, það er að segja Öxará.
10. Jökull Jakobsson.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Birta Björnsdóttir fréttamaður.
Á neðri myndinni er hljómsveitin Gorillaz.
Athugasemdir