Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

667. spurningaþraut: „Whatever happened to the heroes?“

667. spurningaþraut: „Whatever happened to the heroes?“

Fyrri aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  „No More Heroes“ er lag frá 1977. Hvaða hressa rokkhljómsveit flutti lagið?

2.  Í laginu eru nefndar nokkrar hetjur af ýmsu sem ekki eru lengur á meðal vor. Þar á meðal er Sancho Panza. En hver var Sancho Panza?

3.  Um daginn hrundu hlutabréf í Facebook svo rosalega að annað eins hafði vart sést. Hver var ástæðan?

4.  Hér er ein afgangsspurning frá kölskaspurningunum frá í gær: Árið 2017 gaf íslensk rokkhljómsveit út plötuna Söngvar um helvíti mannanna. Hljómsveitin hafði þá starfað í nærri 30 ár en með nokkrum hléum, enda hafa meðlimir hljómsveitarinnar fengist við margt annað gegnum tíðina, og tveir þeirra jafnvel reynt fyrir sér í pólitík. Hver er hljómsveitin?

5.  Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjónaukinn. Hver skrifaði þessar bækur?

6.  Dalai Lama er í senn trúar- og eiginlegur þjóðarleiðtogi hvaða þjóðar?

7.  Hvað hét sú kona sem kölluð var langbrók?

8.  Yves Saint-Laurent andaðist 2008, 71 árs að aldri. Hvað hafði hann fengist við um dagana?

9.  „Árdags í ljóma, upp rísi þjóðlið og skipist í sveit. Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma.“ Við hvaða fljót á þetta að gerast?

10.  Hver skrifaði fyrir tæpum 50 áraum leikritin Dómínó og Klukkustrengi?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða hljómsveit er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Stranglers.

2.  Þjónn Don Kíkóta.

3.  Notendum hafði fækkað í fyrsta sinn.

4.  Ham.

5.  Pullman.

6.  Tíbeta.

7.  Hallgerður.

8.  Fatahönnun.

9.  Öxar við ána, það er að segja Öxará.

10.  Jökull Jakobsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Birta Björnsdóttir fréttamaður.

Á neðri myndinni er hljómsveitin Gorillaz.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár