Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

665. spurningaþraut: Hver gaf út plötuna Moody Blue árið 1977?

665. spurningaþraut: Hver gaf út plötuna Moody Blue árið 1977?

Fyrri aukaspurning:

Hver er fuglinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Sapporo heitir fimmta fjölmennasta borgin í landi einu. Hvaða landi?

2.  Hvað gerðist helst í Sapporo veturinn 1972?

3.  Með hvaða hljómsveit söng Svanhildur Jakobsdóttir lengst af?

4.  Hvað heitir dóttir Svanhildar sem söng í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 1996?

5.  Árið áður hafði Páll Óskar sungið fyrir Ísland í Eurovision sem frægt var. Hvað hét lagið sem hann söng?

6.  Hver stóð fyrir „hreinsunum miklu“ í Sovétríkjunum á fjórða áratug síðustu aldar?

7.  Setjið þessi heimsveldi í rétta tímaröð: Astekaríkið — Babýlonía — Mongólaveldi Genghis Khan — Rómaveldi.

8.  Hve margir hafa gegnt embætti forseta Íslands?

9.  Árið 1977 gaf tónlistarmaður nokkur út 24. stúdíóplötu sína og hét hún Moody Blue. Á plötunni var bæði gamalt og nýtt efni. Örfáum vikum eftir útkomu plötunnar dó tónlistarmaðurinn fyrir aldur fram. Hver var þetta?

10.  Undir hjúpi Vatnajökuls eru nokkrar eldstöðvar, en þrjár eru langmestar. Nefnið þær allar!

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er að gerast þarna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Japan.

2.  Vetrarólympíuleikar fóru þar fram.

3.  Hljómsveit Ólafs Gauks.

4.  Anna Mjöll.

5.  Minn hinsti dans. Þið fáið rétt þótt hið segið „hinn hinsti dans“.

6.  Stalín.

7.  Babýlonía — Rómaveldi — Mongólaveldið — Astekaríkið.

8.  Sex.

9.  Elvis Presley.

10.  Bárðarbunga, Grímsvötn og Öræfajökull.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Skúmur. Myndina tók Jóhann Óli Hilmarsson og má sjá hana á vef Náttúruminjastofnunar.

Neðri myndin sýnir morðið á Abraham Lincoln Bandaríkjaforseta.

John Wilkes Booth skýtur A.Lincoln
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár