Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

665. spurningaþraut: Hver gaf út plötuna Moody Blue árið 1977?

665. spurningaþraut: Hver gaf út plötuna Moody Blue árið 1977?

Fyrri aukaspurning:

Hver er fuglinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Sapporo heitir fimmta fjölmennasta borgin í landi einu. Hvaða landi?

2.  Hvað gerðist helst í Sapporo veturinn 1972?

3.  Með hvaða hljómsveit söng Svanhildur Jakobsdóttir lengst af?

4.  Hvað heitir dóttir Svanhildar sem söng í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 1996?

5.  Árið áður hafði Páll Óskar sungið fyrir Ísland í Eurovision sem frægt var. Hvað hét lagið sem hann söng?

6.  Hver stóð fyrir „hreinsunum miklu“ í Sovétríkjunum á fjórða áratug síðustu aldar?

7.  Setjið þessi heimsveldi í rétta tímaröð: Astekaríkið — Babýlonía — Mongólaveldi Genghis Khan — Rómaveldi.

8.  Hve margir hafa gegnt embætti forseta Íslands?

9.  Árið 1977 gaf tónlistarmaður nokkur út 24. stúdíóplötu sína og hét hún Moody Blue. Á plötunni var bæði gamalt og nýtt efni. Örfáum vikum eftir útkomu plötunnar dó tónlistarmaðurinn fyrir aldur fram. Hver var þetta?

10.  Undir hjúpi Vatnajökuls eru nokkrar eldstöðvar, en þrjár eru langmestar. Nefnið þær allar!

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er að gerast þarna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Japan.

2.  Vetrarólympíuleikar fóru þar fram.

3.  Hljómsveit Ólafs Gauks.

4.  Anna Mjöll.

5.  Minn hinsti dans. Þið fáið rétt þótt hið segið „hinn hinsti dans“.

6.  Stalín.

7.  Babýlonía — Rómaveldi — Mongólaveldið — Astekaríkið.

8.  Sex.

9.  Elvis Presley.

10.  Bárðarbunga, Grímsvötn og Öræfajökull.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Skúmur. Myndina tók Jóhann Óli Hilmarsson og má sjá hana á vef Náttúruminjastofnunar.

Neðri myndin sýnir morðið á Abraham Lincoln Bandaríkjaforseta.

John Wilkes Booth skýtur A.Lincoln
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár