Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni“

Ingólf­ur Þór­ar­ins­son, Ingó veð­ur­guð, neit­ar því að hafa brot­ið gegn kon­um eða geng­ið yf­ir mörk kvenna, þrátt fyr­ir að birt­ar hafi ver­ið á fjórða tug frá­sagna þar um. Hann hef­ur ekki far­ið í nafla­skoð­un vegna máls­ins og ekki breytt sam­skipt­um sín­um við kon­ur.

„Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni“
Segist engu hafa breytt í sínu fari Ingólfur segir sögurnar um sig vera ósannar og hann hafi ekki breytt neinu í sínu fari í kjölfar þess að þær voru birtar. Mynd: Hlíf Una

Ingólfur Þórarinsson var eini maðurinn sem úttekt Stundarinnar fjallar um sem gaf kost á viðtali vegna umfjöllunarinnar. Hann hafnar því að hafa beitt nokkra konu ofbeldi, kynferðisofbeldi eða áreiti og kannast ekki við að hafa gengið yfir mörk kvenna. Ingólfur segir frásagnir þess efnis uppspuna og flökkusögur, hann muni aldrei gangast við þeim. Málið allt hafi ekki haft veruleg áhrif á hann persónulega, utan þess að hann hafi misst verkefni. Þannig hafi hann ekki breytt neinu í samskiptum sínum við konur né farið í naflaskoðun hvað það varðar.

Ingólfur segir að hann hafi verið afboðaður í öll tónlistartengd verkefni eftir að málið kom upp. „Það var allt afbókað sem var planað, það hefur eiginlega allt bara stoppað. Ég hef bara verið að reyna að vinna í öðru.“ Aðspurður segir Ingólfur að sama staða sé enn þá uppi nú hálfu ári eftir að málið kom upp, því sem næst engin verkefni séu á borðinu hjá honum.

Varðandi kærumál og stefnur Ingólfs segir hann að hann hafi lítið fylgst með framvindu þeirra mála heldur reynt að einbeita sér að jákvæðari málum. Spurður hví hann hafi gripið til þessa ráðs, hvort hann hafi með því verið að gera tilraun til að endurheimta mannorð sitt eða hvort hann hafi viljað fá bætur, svarar hann: „Mér fannst, í öllum þessum stormi, margt sagt sem bæði voru lygar og líka ljótir hlutir. Mér fannst ekki hægt að sitja undir því að vera kallaður eitthvað sem ég er ekki þannig að þess vegna vildi ég reyna að svara einhvern veginn fyrir það. Ekki endilega á neinum samfélagsmiðlum heldur láta reyna á hvort það mætti ljúga svona upp á fólk, ég vildi láta reyna á það.“

Varðandi þessar ásakanir, hvernig bregstu við þeim?

„Þetta er náttúrlega búið að vera mjög skrýtið því það er sagt frá svo mörgu sem ég er handviss um að eru bara lygar eða gróusögur. Það er voða erfitt að segja hvaðan það kemur eða hvernig eitthvað svona verður til. En nei, ég hef sagt það frá upphafi að ég muni aldrei gangast við því að beita einhvern ofbeldi, það hef ég ekki gert.“

Segist ekki muna eftir neinum dæmum 

Þú kannast heldur ekki við neina áreitni eða að hafa farið yfir mörk í samskiptum þínum við konur?

„Það getur vel verið að maður hafi einhvern tíma verið dónalegur, misst eitthvað út úr sér eða hafi ekki verið til fyrirmyndar að öllu leyti. Mér finnst það bara ekki vera það sama og að beita einhvern ofbeldi og ég mun aldrei samþykkja að hafa gert það.“

„Það getur vel verið að maður hafi einhvern tímann verið dónalegur“

Manstu eftir einhverju dæmi um að hafa verið dónalegur, misst eitthvað út úr þér eða einhverju atviki þar sem þú varst ekki til fyrirmyndar?

„Nei, ég man ekki eftir því. Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni neins staðar. Ég er frekar venjulegur. Mér fannst margt af því sem sagt var um mig mjög gróft og ýmsu logið, veit ég fyrir víst. Ég er auðvitað sá eini sem get vitað það en ég veit það fyrir víst og þess vegna hef ég farið þessa leið, að láta reyna á hvort það megi segja allt um fólk.“

Þetta voru margar frásagnir sem voru birtar um þig. Þú segir að þú neitir fyrir þær allar, þú neitar að hafa beitt ofbeldi og kannast ekki við þetta. Hvernig getur þá staðið á því að allar þessar frásagnir koma fram?

„Einhver sagði mér að einhverjar þessara frásagna hefðu verið sendar inn til að athuga hvort þær yrðu birtar. Svo var bara allt birt, og ekkert tékkað á hvort það væri bara uppspuni eða sögum blandað saman.“

En finnst þér þetta virkilega líklegt? Telur þú að þú eigir þér óvildarfólk sem myndi gera eitthvað slíkt?

„Ekkert endilega vil ég halda að það sé markvisst verið að ráðast á mig. Það er enginn sem er allra og kannski hefur maður einhvern tíma verið að tjá sig um eitthvað sem hefur komið illa við fólk, verið með ákveðnar skoðanir á hinu og þessu sem hafa áhrif. Það finnst mér aldrei réttlæta að það sé ráðist á mannorðið og það tekið alveg niður þegar ég veit sjálfur að ég er ekki ofbeldismaður.“

Hefur engu breytt í sínu fari

Hefur þetta breytt þér, þinni persónu?

„Nei nei, þetta er kannski ákveðinn lærdómur. Þú veist kannski ekki endilega hverjir eru góðir vinir þínir, það er kannski aðallega það.“

Þú hefur þá ekki breytt samskiptum þínum við konur eftir þetta, þú hefur ekki farið í neina naflaskoðun með það?

„Nei, ég á bara góða kærustu í dag og það gengur bara vel. Ég veit það ekki, eflaust þegar maður var ungur maður hefði maður átt að fara varlega. Í tónlistarbransanum er auðvitað mikið áreiti sem maður lærir ekkert á nema að fara í gegnum það en maður er orðinn miklu eldri í dag, það er önnur staða sem maður er í dag. Ég hef bara alltaf verið svipaður og ekki verið með neitt ofbeldi.“

„Í tónlistarbransanum er auðvitað mikið áreiti“

Telurðu að þetta mál muni hafa áhrif á þig til framtíðar, þig sjálfan, þína atvinnu og þinn feril?

„Það gerir það óhjákvæmilega eitthvað, sama hvað maður er að vinna eða gera, þegar reynt er að stoppa það. Nei, ég held svo sem bara áfram sjálfur að gera mitt besta. Svo held ég að tíminn vinni bara með manni ef maður heldur bara áfram að gera sitt.“

Þú telur sem sagt að þú hafir verið órétti beittur?

„Já já, mér finnst það. Mér finnst þetta bara búið að vera skrýtið, að það sé hægt að birta eitthvað nafnlaust sem á að hafa gerst einhvern tímann og svo í raun getur maður ekkert varið sig fyrir því. Maður þarf bara að halda áfram að gera sitt og vita betur, þannig lít ég á þetta.“

Telur #metoo baráttuna ekki rétta

Vonastu til að niðurstaða í dómsmálum sem þú hefur höfðað muni hjálpa til við að hreinsa nafn þitt?

„Ekkert endilega, ekki þegar er búið að sletta nógu miklu yfir mann. Það er frekar að láta á það reyna hvort það megi segja um mann svona ljóta hluti, sem ekki eru sannir. Hvort það breyti einhverju til lengri tíma er ég ekki viss um.“

Þannig að þú hafnar því að hafa beitt ofbeldi og áreitni. Fordæmir þú ofbeldi, kynferðisofbeldi og áreitni?

„Já, ég held að það geri það nú bara nánast allir. Það er skrýtið að vera sakaður um slíkt. Ég er ekki alveg viss um að baráttan sé rétt svona, ef ég er sakaður um að vera ofbeldismaður þá finnst mér ansi margt skrýtið í gangi.“

En það eru ansi mörg dæmi um menn sem greint hefur verið frá að hafi beitt konur ofbeldi og sumir þeirra, ekki allir, hafa gengist við því. Er ekki jákvætt að svo sé?

„Jú jú, ef einhverjir hafa verið að beita ofbeldi og stíga fram og vilja segja frá því, þá er það örugglega jákvætt fyrir einhverja sem hafa lent í einhverju slæmu. En í mínu tilfelli verður maður reiður á köflum og svekktur. Þetta er allt rosalega viðkvæmt og auðvitað eru allir á móti svona en mér finnst ekki að það megi segja ósatt um hvað einhver hefur verið að gera.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Blessaður kallin, ekkert að hjá mér
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viku vegna ásakana

„Það er ekki endilega fengur að því að fá þessa menn aftur“
GreiningViku vegna ásakana

„Það er ekki endi­lega feng­ur að því að fá þessa menn aft­ur“

„Ekk­ert af þessu er þannig að þol­andi sé ein­hvers stað­ar að poppa kampa­víns­flösku,“ segja sér­fræð­ing­ar um þá þró­un að sí­fellt fleiri karl­menn víkja vegna ásak­ana um óá­sætt­an­lega fram­komu gagn­vart kon­um. Alls hafa 31 nafn­greind­ir menn þurft að sæta af­leið­ing­um á síð­asta ári, en leið­in til baka velt­ur á við­brögð­un­um og þarf að ger­ast í sam­ráði við þo­lend­ur.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár