Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni“

Ingólf­ur Þór­ar­ins­son, Ingó veð­ur­guð, neit­ar því að hafa brot­ið gegn kon­um eða geng­ið yf­ir mörk kvenna, þrátt fyr­ir að birt­ar hafi ver­ið á fjórða tug frá­sagna þar um. Hann hef­ur ekki far­ið í nafla­skoð­un vegna máls­ins og ekki breytt sam­skipt­um sín­um við kon­ur.

„Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni“
Segist engu hafa breytt í sínu fari Ingólfur segir sögurnar um sig vera ósannar og hann hafi ekki breytt neinu í sínu fari í kjölfar þess að þær voru birtar. Mynd: Hlíf Una

Ingólfur Þórarinsson var eini maðurinn sem úttekt Stundarinnar fjallar um sem gaf kost á viðtali vegna umfjöllunarinnar. Hann hafnar því að hafa beitt nokkra konu ofbeldi, kynferðisofbeldi eða áreiti og kannast ekki við að hafa gengið yfir mörk kvenna. Ingólfur segir frásagnir þess efnis uppspuna og flökkusögur, hann muni aldrei gangast við þeim. Málið allt hafi ekki haft veruleg áhrif á hann persónulega, utan þess að hann hafi misst verkefni. Þannig hafi hann ekki breytt neinu í samskiptum sínum við konur né farið í naflaskoðun hvað það varðar.

Ingólfur segir að hann hafi verið afboðaður í öll tónlistartengd verkefni eftir að málið kom upp. „Það var allt afbókað sem var planað, það hefur eiginlega allt bara stoppað. Ég hef bara verið að reyna að vinna í öðru.“ Aðspurður segir Ingólfur að sama staða sé enn þá uppi nú hálfu ári eftir að málið kom upp, því sem næst engin verkefni séu á borðinu hjá honum.

Varðandi kærumál og stefnur Ingólfs segir hann að hann hafi lítið fylgst með framvindu þeirra mála heldur reynt að einbeita sér að jákvæðari málum. Spurður hví hann hafi gripið til þessa ráðs, hvort hann hafi með því verið að gera tilraun til að endurheimta mannorð sitt eða hvort hann hafi viljað fá bætur, svarar hann: „Mér fannst, í öllum þessum stormi, margt sagt sem bæði voru lygar og líka ljótir hlutir. Mér fannst ekki hægt að sitja undir því að vera kallaður eitthvað sem ég er ekki þannig að þess vegna vildi ég reyna að svara einhvern veginn fyrir það. Ekki endilega á neinum samfélagsmiðlum heldur láta reyna á hvort það mætti ljúga svona upp á fólk, ég vildi láta reyna á það.“

Varðandi þessar ásakanir, hvernig bregstu við þeim?

„Þetta er náttúrlega búið að vera mjög skrýtið því það er sagt frá svo mörgu sem ég er handviss um að eru bara lygar eða gróusögur. Það er voða erfitt að segja hvaðan það kemur eða hvernig eitthvað svona verður til. En nei, ég hef sagt það frá upphafi að ég muni aldrei gangast við því að beita einhvern ofbeldi, það hef ég ekki gert.“

Segist ekki muna eftir neinum dæmum 

Þú kannast heldur ekki við neina áreitni eða að hafa farið yfir mörk í samskiptum þínum við konur?

„Það getur vel verið að maður hafi einhvern tíma verið dónalegur, misst eitthvað út úr sér eða hafi ekki verið til fyrirmyndar að öllu leyti. Mér finnst það bara ekki vera það sama og að beita einhvern ofbeldi og ég mun aldrei samþykkja að hafa gert það.“

„Það getur vel verið að maður hafi einhvern tímann verið dónalegur“

Manstu eftir einhverju dæmi um að hafa verið dónalegur, misst eitthvað út úr þér eða einhverju atviki þar sem þú varst ekki til fyrirmyndar?

„Nei, ég man ekki eftir því. Ég er ekki með einhvern hrylling á samviskunni neins staðar. Ég er frekar venjulegur. Mér fannst margt af því sem sagt var um mig mjög gróft og ýmsu logið, veit ég fyrir víst. Ég er auðvitað sá eini sem get vitað það en ég veit það fyrir víst og þess vegna hef ég farið þessa leið, að láta reyna á hvort það megi segja allt um fólk.“

Þetta voru margar frásagnir sem voru birtar um þig. Þú segir að þú neitir fyrir þær allar, þú neitar að hafa beitt ofbeldi og kannast ekki við þetta. Hvernig getur þá staðið á því að allar þessar frásagnir koma fram?

„Einhver sagði mér að einhverjar þessara frásagna hefðu verið sendar inn til að athuga hvort þær yrðu birtar. Svo var bara allt birt, og ekkert tékkað á hvort það væri bara uppspuni eða sögum blandað saman.“

En finnst þér þetta virkilega líklegt? Telur þú að þú eigir þér óvildarfólk sem myndi gera eitthvað slíkt?

„Ekkert endilega vil ég halda að það sé markvisst verið að ráðast á mig. Það er enginn sem er allra og kannski hefur maður einhvern tíma verið að tjá sig um eitthvað sem hefur komið illa við fólk, verið með ákveðnar skoðanir á hinu og þessu sem hafa áhrif. Það finnst mér aldrei réttlæta að það sé ráðist á mannorðið og það tekið alveg niður þegar ég veit sjálfur að ég er ekki ofbeldismaður.“

Hefur engu breytt í sínu fari

Hefur þetta breytt þér, þinni persónu?

„Nei nei, þetta er kannski ákveðinn lærdómur. Þú veist kannski ekki endilega hverjir eru góðir vinir þínir, það er kannski aðallega það.“

Þú hefur þá ekki breytt samskiptum þínum við konur eftir þetta, þú hefur ekki farið í neina naflaskoðun með það?

„Nei, ég á bara góða kærustu í dag og það gengur bara vel. Ég veit það ekki, eflaust þegar maður var ungur maður hefði maður átt að fara varlega. Í tónlistarbransanum er auðvitað mikið áreiti sem maður lærir ekkert á nema að fara í gegnum það en maður er orðinn miklu eldri í dag, það er önnur staða sem maður er í dag. Ég hef bara alltaf verið svipaður og ekki verið með neitt ofbeldi.“

„Í tónlistarbransanum er auðvitað mikið áreiti“

Telurðu að þetta mál muni hafa áhrif á þig til framtíðar, þig sjálfan, þína atvinnu og þinn feril?

„Það gerir það óhjákvæmilega eitthvað, sama hvað maður er að vinna eða gera, þegar reynt er að stoppa það. Nei, ég held svo sem bara áfram sjálfur að gera mitt besta. Svo held ég að tíminn vinni bara með manni ef maður heldur bara áfram að gera sitt.“

Þú telur sem sagt að þú hafir verið órétti beittur?

„Já já, mér finnst það. Mér finnst þetta bara búið að vera skrýtið, að það sé hægt að birta eitthvað nafnlaust sem á að hafa gerst einhvern tímann og svo í raun getur maður ekkert varið sig fyrir því. Maður þarf bara að halda áfram að gera sitt og vita betur, þannig lít ég á þetta.“

Telur #metoo baráttuna ekki rétta

Vonastu til að niðurstaða í dómsmálum sem þú hefur höfðað muni hjálpa til við að hreinsa nafn þitt?

„Ekkert endilega, ekki þegar er búið að sletta nógu miklu yfir mann. Það er frekar að láta á það reyna hvort það megi segja um mann svona ljóta hluti, sem ekki eru sannir. Hvort það breyti einhverju til lengri tíma er ég ekki viss um.“

Þannig að þú hafnar því að hafa beitt ofbeldi og áreitni. Fordæmir þú ofbeldi, kynferðisofbeldi og áreitni?

„Já, ég held að það geri það nú bara nánast allir. Það er skrýtið að vera sakaður um slíkt. Ég er ekki alveg viss um að baráttan sé rétt svona, ef ég er sakaður um að vera ofbeldismaður þá finnst mér ansi margt skrýtið í gangi.“

En það eru ansi mörg dæmi um menn sem greint hefur verið frá að hafi beitt konur ofbeldi og sumir þeirra, ekki allir, hafa gengist við því. Er ekki jákvætt að svo sé?

„Jú jú, ef einhverjir hafa verið að beita ofbeldi og stíga fram og vilja segja frá því, þá er það örugglega jákvætt fyrir einhverja sem hafa lent í einhverju slæmu. En í mínu tilfelli verður maður reiður á köflum og svekktur. Þetta er allt rosalega viðkvæmt og auðvitað eru allir á móti svona en mér finnst ekki að það megi segja ósatt um hvað einhver hefur verið að gera.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Blessaður kallin, ekkert að hjá mér
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viku vegna ásakana

„Það er ekki endilega fengur að því að fá þessa menn aftur“
GreiningViku vegna ásakana

„Það er ekki endi­lega feng­ur að því að fá þessa menn aft­ur“

„Ekk­ert af þessu er þannig að þol­andi sé ein­hvers stað­ar að poppa kampa­víns­flösku,“ segja sér­fræð­ing­ar um þá þró­un að sí­fellt fleiri karl­menn víkja vegna ásak­ana um óá­sætt­an­lega fram­komu gagn­vart kon­um. Alls hafa 31 nafn­greind­ir menn þurft að sæta af­leið­ing­um á síð­asta ári, en leið­in til baka velt­ur á við­brögð­un­um og þarf að ger­ast í sam­ráði við þo­lend­ur.

Mest lesið

Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
4
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.
Matvælaráðherra segir fiskeldi vera „varasama atvinnustarfsemi“
6
FréttirFiskeldi

Mat­væla­ráð­herra seg­ir fisk­eldi vera „vara­sama at­vinnu­starf­semi“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sagði sjókvía­eldi vera „mjög vara­sama at­vinnu­starf­semi,“ sem þurfi að koma bönd­um á með lög­um. Óvissa rík­ir um sekt­ar­á­kvæði frum­varps­ins sem kveð­ur áum há­ar fjár­sekt­ir á fyr­ir­tæki sem ger­ist upp­vís um vinnu­brögð sem hafa í för með sér slæm­ar af­leið­ing­ar fyr­ir um­hverf­ið og líf­rík­ið hér á landi.
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir framsetningu matvælaráðherra óábyrga
7
Fréttir

Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir fram­setn­ingu mat­væla­ráð­herra óá­byrga

Árni Finns­son, formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands, seg­ir fram­setn­ingu leyf­is­veit­ing­ar á hval­veið­um vera vill­andi. Ekki verði hægt að veiða 29 dýr á milli Ís­lands og Fær­eyja líkt og þar er gert ráð fyr­ir. Hann lýs­ir yf­ir von­brigð­um með ákvörð­un mat­væla­ráð­herra en seg­ir hana þó skref í rétta átt.
Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
8
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
3
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
7
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
9
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár