„Mér sýnist á öllu að það vanti grátlega lítið upp á, einhverja 30 meðmælendur,“ segir Guðmundur Jónatan Baldursson, sem tilkynnt hafði um formannsframboð í Eflingu. Hann reiknar ekki með að ná að safna þeim undirskriftum sem upp á vantar áður en framboðsfresturinn rennur út á morgun. Hann verður því ólíklega í framboði. „Ég reikna ekki með því, að ég verði það. Ekki nema það komi einhver extra kippur í það.“
Guðmundur tilkynnti um framboð snemma í janúar en hann var fyrst kjörinn í stjórn Eflingar árið 2018, á lista sem Sólveig Anna Jónsdóttir leiddi. Þá þegar hafði Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar, tilkynnt um formannsframboð sitt en hún var á endanum valin til að leiða A-lista uppstillingarnefndar félagsins.
„Ég vissi alveg að það væri á brattann að sækja,“ segir Guðmundur, sem hefur leikið eitt af burðarhlutverkunum í átökunum í stjórn Eflingar undanfarna mánuði. Í kjölfar þess að Sólveig Anna …
Athugasemdir (5)