Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jóladaður, áramót og Gullöld sveiflunnar

Atli Arnarson & Halldór Eldjárn

Hvar? Mengi

Hvenær? 29. desember kl. 21

Aðgangseyrir? 2.000 kr. 

Atli Arnarson og Halldór Eldjárn bjóða til tónleika í Mengi. Atli vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu, Stígandi, sem kemur út árið 2022 en þema plötunnar er sjóslys sem varð árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk. Halldór hefur undanfarið samið tónlist undir eigin nafni en fyrsta platan hans Poco Apollo fjallar um tunglferðir og er samin með hjálp gervigreindar. 

Dömur og herra – Jóladaður

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 30. desember kl. 21

Aðgangseyrir? 3.900 kr.

Á jóladaginn sjötta færir jólasveinninn þér … Jólalegt burlesk á Tjarnarbakka! Jólaenglarnir í burlesk-hópnum Dömur og herra verða í, og úr, hátíðabúningi í Tjarnarbíói fimmtudaginn 30. desember kl. 21 og jóla yfir bæði sig og þig. Grín! Glens! Óvæntar uppákomur! Þrif! Bakstur! Endurvinnsla! Jólatré! Sprengjur! Stjörnuljós! Megrun! Jóladón! Allt þetta og meira til! Ekki neita þér um hina einu sönnu jólarest!

Áramótatónleikar Elju

Hvar? Harpa

Hvenær? 2. janúar kl. 20

Aðgangseyrir? 3.900 kr. 

Elja, kammersveit ungra hljóðfæraleikara, ætlar að byrja árið 2022 með hvelli! Áramótatónleikar Elju verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu sunnudagskvöldið 2. janúar. Glæsileg dagskrá verður á tónleikunum og þar á meðal er harmonikkukonsert Finns Karlssonar sem í flutningi Elju hlaut verðlaunin „verk ársins“ í flokki sígildrar- og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2020.

Morgunkorn um myndlist: Hrafnkell Sigurðsson

Hvar? Listasafn Reykjavíkur

Hvenær? 5. janúar kl. 9 

Aðgangseyrir? Ókeypis en skráningar krafist

Gestur Morgunkorns janúarmánaðar er Hrafnkell Sigurðsson. Verk Hrafnkels, Upplausn, verður sýnt á yfir 350 skjám Billboard um alla Reykjavíkurborg yfir tímabilið 1.–5. janúar 2022 en hann var valinn úr hópi 50 umsækjenda sem myndlistarmaður Auglýsingahlés Billboard. Morgunkorn um myndlist fer fram fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í formi morgunfunda.

Stórsveit Reykjavíkur - Gullöld sveiflunnar

Hvar? Harpa

Hvenær? 9. janúar kl. 20.

Aðgangseyrir? 4.990–9.990 kr

Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árvissu nýárstónleika, „Gullöld sveifunnar“, í Eldborg 9. janúar kl. 20. Tónleikarnir eru helgaðir tímabilinu 1930–50 þegar stórsveitir réðu ríkjum á jörðinni og stjórnendur, söngvarar og einleikarar voru poppstjörnur síns tíma. Ný og spennandi efnisskrá á hverju ári úr nótnabókum stórsveita Glenn Miller, Benny Goodman, Duke Ellington, Count Basie, Woody Herman, Tommy Dorsey og fleiri.

BÍÓTEKIÐ: ATÓMSTÖÐIN

Hvar? Bíó Paradís

Hvenær? 9. janúar kl. 17

Aðgangseyrir? 1.000 kr.

Sýndar verða valdar íslenskar og norrænar kvikmyndir í Bíó Paradís einn sunnudag í hverjum mánuði, frá 9. janúar, til 3. apríl. Atómstöðin er byggð á samnefndri skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness. Eftir sýningu verður boðið upp á veitingar og aðstandandi kvikmyndarinnar og kvikmyndafræðingur svara spurningum úr sal.

Nýdönsk í Bæjarbíó Hafnarfirði

Hvar? Bæjarbíó Hafnarfirði

Hvenær? 14. janúar kl. 20

Aðgangseyrir? 8.990 kr.

Hljómsveitin Nýdönsk heldur sína árlegu tónleika í Bæjarbíói í janúarbyrjun en þetta er orðin hefð eftir vel heppnaða tónleika síðustu árin. Nýdönsk er í fantaformi enda nýkomin úr kosningaham þar sem framsækin kosningabarátta hljómsveitarinnar vakti athygli langt út fyrir landsteinana. Hljómsveitin mun flytja sín þekktustu og skemmtilegustu lög á tónleikunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár