Sirra Sigrún Sigurðardóttir er nú komin í hóp helstu listamanna Íslands sem hafa tekist á við verkefnið. Til að nefna örfáa, þá hafa Rúrí, Ragna Róberts og Ragnar Kjartansson fengið verkefnið verðuga í hendurnar. Erró var fyrstur árið 2003 og nú síðast, árið 2020, var það Finnbogi Péturson. „Öll hafa tekið vel í verkefnið,“ segir Hrefna Rós Matthíasdóttir markaðs- og fjáröflunarstjóri Styrktarfélagsins.
„Það er mikil vinna að baki svona verkefni og listafólkið gefur alla sína vinnu. Við erum ótrúlega lánsöm og erum mjög hreykin af verkefninu og því frábæra listafólki sem hefur gefið okkur verk sín í gegnum árin,“ segir Hrefna og bætir við að þau séu orðin nítján talsins. Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellsdal. „Mér finnst mikill heiður að vera boðið að gera listaverk á Kærleikskúluna og einstaklega gaman að fá tækifæri til að skapa eitthvað í samtali …
Athugasemdir