Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Saman

Ás­gerð­ur Arn­ar­dótt­ir (1994)

Saman

Verkið samanstendur af málverki, teikningum, skúlptúrum og klipptum útprentuðum ljósmyndum þvingað saman í eitt verk sem er síðan ljósmyndað. Ljósmyndin er síðan unnin í myndvinnsluforriti. Útgangspunktur verksins er hugmyndin um flokkun listaverka niður í listmiðla. Ég velti fyrir mér mikilvægi þess að flokka, hvort það breyti upplifun áhorfandans ef hann er meðvitaður um hvaða listmiðil ræðir hverju sinni. Í raun „týnist“ hver einasti listmiðill í gegnum vinnuferlið við gerð þessa verks og er lokaútkoman aðeins sýnd í einum listmiðli, rafrænu prenti í þessu tilfelli. Með þessari aðferð minni finnst mér eins konar sjónblekking myndast. Eru þetta mörg verk eða er þetta eitt heildstætt verk? er einnig spurning sem vert er að velta fyrir sér. Endurtekning er mikilvægur þáttur í verkinu þar sem útprentuðu ljósmyndirnar innan verksins eru af skúlptúrunum, teikningunum og málverkinu saman. Verkið fjallar því í rauninni dálítið um sjálft sig.

Um listamanninn

Ásgerður Arnardóttir (1994) lauk BA námi í myndlist úr Listaháskóla Íslands vorið 2018. Hún vinnur þvert á miðla. Viðkvæm og mótanleg efni koma oft fyrir í verkum hennar og spilar hún gjarnan með næmni og spennu. Listsköpun hennar inniheldur oft og tíðum margar tilraunir og rannsóknir, sem beinast að alls kyns áferð, litum og myndbyggingu með því markmiði að skapa nýja tilfinningu eða upplifun. Í vinnuferlinu notast Ásgerður gjarnan við hluti/brot úr umhverfinu sem fanga athygli hennar, sem hún síðan útfærir á alls kyns máta, notandi ólíka miðla; hún tekur ljósmyndir, málar, teiknar, vinnur í stafrænu formi og svo framvegis. Vinnuferlið einkennist þannig af endurtekningu og vörpun ólíkra sjónarhorna. Ásgerður hefur sýnt á fjölbreyttum stöðum, sem dæmi má nefna einkasýningu hennar í SÍM salnum í byrjun ársins 2019, Kaffi Laugalæk 2020 og í Listasal Mosfellsbæjar sem lauk nú í júní á þessu ári.

Heimasíða: asgerdurarnar.com

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Gallerí Hillbilly

Bílar keyra stundum í gegnum nýja galleríið
MenningGallerí Hillbilly

Bíl­ar keyra stund­um í gegn­um nýja galle­rí­ið

Mynd­list­art­víeyk­ið Olga Berg­mann og Anna Hall­in hafa velt fyr­ir sér virkni mynd­list­ar í al­manna­rými og ólík­um leið­um til að koma henni á fram­færi. Nú voru þær að opna galle­rí í und­ir­göng­um á Hverf­is­götu, þar sem bíl­ar aka stund­um í gegn til að kom­ast á bakvið hús­ið. Veg­far­end­ur staldra gjarn­an við og lista­mönn­um þyk­ir rým­ið spenn­andi.
Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við fjögurra metra skepnu
MenningGallerí Hillbilly

Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við fjög­urra metra skepnu

Eft­ir 30 ár er Jón Bald­ur Hlíð­berg kom­inn á þann stað sem hann er á núna. Þrátt fyr­ir að hafa dýpt tán­um í mynd­list­ar­skóla sem ung­ur mað­ur þá var eng­inn sem kenndi hon­um að teikna held­ur hef­ur hann þurft að tína þetta upp úr götu sinni eft­ir því sem hann geng­ur um, það get­ur ver­ið basl og mað­ur verð­ur að vera þol­in­móð­ur, seg­ir Jón Bald­ur. Hann kenn­ir nú öðr­um tækn­ina sem hann hef­ur þró­að.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu