Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vissu af íslenska plastinu í meira en ár: „Kom okkur algjörlega á óvart“

Stjórn Úr­vinnslu­sjóðs sendi frá sér bréf í gær þar sem sjóð­ur­inn ósk­ar eft­ir því að Sw­erec fjar­lægi ís­lenska plast­ið úr vöru­hús­inu í Sví­þjóð. Í bréf­inu seg­ir að frétta­flutn­ing­ur Stund­ar­inn­ar síð­ustu viku hafi kom­ið stjórn sjóðs­ins al­gjör­lega á óvart, þrátt fyr­ir að sjóð­ur­inn hafi haft vitn­eskju um plast­ið í meira en ár.

Vissu af íslenska plastinu í meira en ár: „Kom okkur algjörlega á óvart“

Úrvinnslusjóður sendi í dag bréf á sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec, vegna íslenska plastsins sem Stundin fann í vöruhúsi í Påryd. Var bréfið samþykkt á stjórnarfundi í dag, en fundurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins. Plastið er frá 2016 en það ár sendu íslensk endurvinnslufyrirtæki um 1.500 tonn af plasti til endurvinnslu frá heimilum landsins til Swerec. Í bréfinu kemur meðal annars fram að frétt Stundarinnar um málið hafi komið stjórn sjóðsins algjörlega á óvart og að sjóðurinn líti á málið alvarlegum augum. Þá segir í bréfinu að Úrvinnslusjóður hvetji Swerec til að nota áhrif sín til að koma plastinu í vöruhúsinu í réttan farveg. Undir bréfið skrifa Magnús Jóhannesson, nýskipaður stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs og Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs.

Hefur mikil áhrif á traust almennings

Í bréfinu kemur fram að fréttaflutningur af plastinu sem fannst í vöruhúsinu í Påryd hafi haft mikil áhrif á traust almennings á endurvinnslu á plasti á Íslandi. Þrátt fyrir miklar áhyggjur Úrvinnslusjóðs núna brást hann ekki við þegar Stundin greindi fyrst frá vöruhúsinu í október 2020. Þá segir einnig í bréfinu að það hafi komið stjórn sjóðsins algjörlega á óvart að íslenskt plast væri í vöruhúsi í Suður-Svíþjóð. Í samtali við Stundina segir Magnús að það geti verið möguleiki að senda starfsmann frá Úrvinnslusjóði til Svíþjóðar til að skoða málið frekar, ásamt því vill hann gjarnan að Íslenska gámafélagið og Terra að sendi fulltrúa einnig, þar sem plastið var sent frá þeim til Swerec. 

PlastfjallMikið magn af íslensku plasti fannst í vöruhúsi í Suður-Svíþjóð

Í lok bréfsins kemur fram að Úrvinnslusjóður ætli sér að fara yfir það hvort íslenskum endurvinnslufyrirtækjum verði heimilt að senda frekari plast til endurvinnslu til fyrirtækisins vegna málsins. 

Framkvæmdastjóri sjóðsins talar ekki lengur við fjölmiðla

Bréfið til Swerec var ekki það eina sem rætt var á fundinum, heldur var starfsreglum stjórnar einnig breytt. Í gömlu starfsreglunum kom fram að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs ætti að sjá um öll samskipti við fjölmiðla. Þeirri reglu var breytt í morgun og mun nýskipaður stjórnarformaður sjá um öll samskipti við fjölmiðla. Stundin hefur sent ítrekaðar viðtalsbeiðnir á Ólaf Kjartansson, framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, og bent á starfsreglur sjóðsins. Þeim beiðnum hefur ávalt verið hafnað. Í samtali við Magnús Jóhannesson, stjórnarformann sjóðsins, segist hann ekki muna eftir því hver hafði lagt fram þá tillögu á fundinum. Aðspurður segir hann það þó ekki hafa verið framkvæmdastjórinn sjálfur. 

Hafa vitað af plastinu í meira en ár

Samkvæmt fundargerð stjórnar Úrvinnslusjóðs frá 4. nóvember 2020 er fjölmiðlaumfjöllun um sjóðinn sérstaklega rædd. Segir meðal annars í fundargerðinni að gagnrýni á Úrvinnslusjóð í fjölmiðlum hafi verið rædd og að stjórnin myndi senda frá sér yfirlýsingu vegna hennar.

„Rætt um framkomna gagnrýni á Úrvinnslusjóð í fjölmiðlum og upplýsingagjöf sjóðsins, m.a. á vef hans. Lögð voru fram á fundinum drög að spurningum og svörum um starfsemi Úrvinnslusjóðs og drög að yfirlýsingu stjórnar,“ segir í fundargerð sjóðsins.

Helstu vörumerki landsins að finnaÍ íslenska plastinu má finna öll helstu vörumerki landsins

Sögðust fagna umfjöllun Stundarinnar

Þann 3. desember 2020 sendi svo stjórn Úrvinnslusjóðs frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni fagnar stjórn sjóðsins umfjöllun Stundarinnar og segir að þar sem úrvinnsla úrgangs hafi fengið tiltölulega litla athygli í fjölmiðlum undanfarin ár. Hins vegar er ekki minnst á að Úrvinnslusjóður ætli á nokkurn hátt að bregðast við umfjölluninni.

„Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað um úrvinnslu plastumbúða. Stjórn Úrvinnslusjóðs fagnar umfjölluninni, því þrátt fyrir að umhverfis- og mengunarmál hafi fengið töluvert vægi í almennri umræðu síðustu ár hefur úrvinnsla úrgangs, þ.e. endurvinnsla, endurnýting (þ.m.t. orkuvinnsla) og förgun, fengið tiltölulega litla athygli. Úrvinnslan er afar brýnt samfélagsverkefni og mikilvægur liður í að vel sé farið með takmarkaðar auðlindir jarðar,“ segir orðrétt í yfirlýsingu sjóðsins.

Þó stjórnin hefði rætt málið og sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Stundarinnar aðhófst sjóðurinn ekkert, þrátt fyrir að hafa vitneskju um allt það mikla magn af íslensku plasti sem var búið að sitja í vöruhúsi í suður Svíþjóð í um fjögur ár. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem stjórn sjóðsins fagnar utanaðkomandi umræðu en eftir að Alþingi samþykkti að láta Ríkisendurskoðun rannsaka sjóðinn fagnaði stjórnin því í yfirlýsingu og viðtölum við fjölmiðla.

Ræddu umfjöllun Stundarinnar áður en hún birtist

Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs ræddi við stjórn sjóðsins að Stundin hefði verið í samskiptum við hann vegna endurvinnslu á íslensku plasti í Svíþjóð og voru þau samskipti rædd.   

„ÓK (Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs) fór yfir að fjölmiðilinn Stundin hefur verið í samskiptum við hann vegna meðhöndlunar á flokkuðu plastumbúðum frá heimilum og sent hefur verið til Svíþjóðar til flokkunar, endurnýtingar og endurvinnslu,“ segir í fundargerð Úrvinnslusjóðs í fyrra.

Í viðtali Stundarinnar við nýjan stjórnarformann Úrvinnslusjóðs kemur fram að sjóðurinn hafi ekki verið meðvitaður um stöðuna. „Mér finnst að þessar myndir sem þú sýndir mér hér í dag varpi ljósi á hluti sem við vorum kannski ekki alveg vissir með,“ segir hann.

Bréf Úrvinnslusjóðs má sjá hér fyrir neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Svona virkar íslensk stjórnsýsla. Allir ráðnir í gegnum pólitík og eiga að vera fyrir . Ekkert að gera annað en að vera fyrir .

    Hvað heldur fólk að verði margir ráðnir í ráðuneytiskaplinum hjá ríkisstjórn VG liða ? Bara að vera fyrir, ekkert að gera ! Á ofurlaunum hjá okkur ?
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Íslensk stjórnsýsla virðist vanhæfnin ein,Framkvæmdastjóra stöður stjórnasetur og Stjórnarformenska virðis úthlutað sem bittlingum en ekki störfum sem þarf að sinna og taka ábyrð ,svo þegar svikin og vanhæfnin kemur í ljós þá er hætt að svara og farið í felur,afhverju dettur manni alltaf Sjalarnir í hug?
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Íslensk stjórnsýsla virðist vanhæfnin ein,Framkvæmdastjóra stöður stjórnasetur og Stjórnarformenska virðis úthlutað sem bittlingum en ekki störfum sem þarf að sinna og taka ábyrð ,svo þegar svikin og vanhæfnin kemur í ljós þá er hætt að svara og farið í felur,afhverju dettur manni alltaf Sjalarnir í hug?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastið fundið

Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár