Unnur María Þorvaldsdóttir, forstöðumaður Þróunar vindorku hjá Landsvirkjun, segir að hamingjan í huga sínum tengist líka litlu atriðunum sem þurfi að gefa gaum. „Maður þarf líka að þjálfa það að veita athygli sem ég held að ýti undir hamingjuna. Mér finnst líka vera mikilvægt að við séum ekki að bera okkur saman við aðra, það er ekkert sem segir að einhver sem á meira en ég sé hamingjusamari en ég. Maður á að njóta þess sem maður hefur. Mér finnst til dæmis gott að lesa blaðið á morgnana og njóta þess að fá mér kaffibolla. Hugsa, finna ilminn af kaffinu og byrja daginn af yfirvegun. Þetta finnst mér vera góð byrjun á deginum.“
Sátt við sjálfið og umhverfið
Hún lítur bæði til innri og ytri aðstæðna, það að vera í sátt við sjálfa sig og svo að lifa í góðu umhverfi sem veitir öryggi.
„Hamingjan í huga mínum felst í …
Athugasemdir