Stjórnmálamenn, auðmenn og fína og fræga fólkið er undir smásjánni í alþjóðlegri umfjöllun um þær uppljóstranir sem finna má í Pandóruskjölunum.
Gögnin eru samansafn 11,9 milljón mismunandi skjala frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að setja upp aflandsfélög og -sjóði. Skjölunum var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, International Consortium of Investigative Journalists (ICIJ), sem deildi þeim með fjölmiðlum um allan heim; þar á meðal Stundinni og Reykjavík Media á Íslandi. Sömu samtök stóðu að birtingu upplýsinga úr hinum svokölluðu Panamaskjölum árið 2016. Alls hafa yfir 600 blaðamenn frá 150 mismunandi fjölmiðlum í 117 löndum komið að vinnunni.
Lekinn nú sýnir fram á hvernig auðugir einstaklingar geta og hafa falið tekjur sínar og eigur í aflandsfélögum, fjarri eftirliti og skattheimtu. Það þarf þó ekki að vera ólöglegt og aðeins hluti þeirra einstaklinga sem fjallað verður um í tengslum við lekann eru grunaðir um …
Athugasemdir