Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

536. spurningaþraut: James Bond, Jesú og Margrét Lára Viðarsdóttir, þau eru öll hér

536. spurningaþraut: James Bond, Jesú og Margrét Lára Viðarsdóttir, þau eru öll hér

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan?

***

Aðalspurningar:

1.  Inn í hvaða land héldu íraskar hersveitir í ágúst 1990?

2.  Hver var þá forseti Bandaríkjanna og brást hart við?

3.  Í hvaða bæ ólst Jesú upp samkvæmt frásögnum guðspjallanna?

4.  Guðspjöllin skrifuðu Jóhannes, Matteus, Lúkas og ... hver?

5.  Hverju sinna fyrirtækin Southeby's og Christie's?

6.  Hver lék James Bond á undan Daniel Craig?

7.  Nýlega var dæmt í morðmáli á Bretlandi sem vakti óvenju mikla athygli. Ung kona að nafni Sarah Everard var myrt. En hvers vegna vakti morðið sérstaklega mikla athygli?

8.  Höfuðborg Belgíu er jafnframt langfjölmennasta borgin í ríkinu. Og hún heitir ...?

9.  En hvað heitir næst fjölmennasta borg Belgíu?

10.  Margrét Lára Viðarsdóttir fótboltakona gerði garðinn frægan með ýmsum liðum erlendis en hér heima spilaði hún fyrst og fremst með Val. Valur var samt ekki fyrsta liðið sem hún spilaði með, því fyrstu fjögur árin á ferlinum lék hún með liðinu í heimabæ sínum. Hvaða lið var það?

***

Seinni aukaspurning:

Fáni hvaða ríkis blaktir hér fyrir neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kúveit.

2.  Bush eldri. „Eldri“ verður að fylgja sögunni.

3.  Nasaret.

4.  Markús.

5.  Uppboðshaldi.

6.  Brosnan.

7.  Morðinginn var starfandi lögreglumaður.

8.  Brussel.

9.  Antwerpen.

10.  ÍBV í Vestmannaeyjum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er söngkonan Aretha Franklin.

Á neðri myndinni er fáni Tyrklands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár