536. spurningaþraut: James Bond, Jesú og Margrét Lára Viðarsdóttir, þau eru öll hér

536. spurningaþraut: James Bond, Jesú og Margrét Lára Viðarsdóttir, þau eru öll hér

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan?

***

Aðalspurningar:

1.  Inn í hvaða land héldu íraskar hersveitir í ágúst 1990?

2.  Hver var þá forseti Bandaríkjanna og brást hart við?

3.  Í hvaða bæ ólst Jesú upp samkvæmt frásögnum guðspjallanna?

4.  Guðspjöllin skrifuðu Jóhannes, Matteus, Lúkas og ... hver?

5.  Hverju sinna fyrirtækin Southeby's og Christie's?

6.  Hver lék James Bond á undan Daniel Craig?

7.  Nýlega var dæmt í morðmáli á Bretlandi sem vakti óvenju mikla athygli. Ung kona að nafni Sarah Everard var myrt. En hvers vegna vakti morðið sérstaklega mikla athygli?

8.  Höfuðborg Belgíu er jafnframt langfjölmennasta borgin í ríkinu. Og hún heitir ...?

9.  En hvað heitir næst fjölmennasta borg Belgíu?

10.  Margrét Lára Viðarsdóttir fótboltakona gerði garðinn frægan með ýmsum liðum erlendis en hér heima spilaði hún fyrst og fremst með Val. Valur var samt ekki fyrsta liðið sem hún spilaði með, því fyrstu fjögur árin á ferlinum lék hún með liðinu í heimabæ sínum. Hvaða lið var það?

***

Seinni aukaspurning:

Fáni hvaða ríkis blaktir hér fyrir neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kúveit.

2.  Bush eldri. „Eldri“ verður að fylgja sögunni.

3.  Nasaret.

4.  Markús.

5.  Uppboðshaldi.

6.  Brosnan.

7.  Morðinginn var starfandi lögreglumaður.

8.  Brussel.

9.  Antwerpen.

10.  ÍBV í Vestmannaeyjum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er söngkonan Aretha Franklin.

Á neðri myndinni er fáni Tyrklands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu