Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

534. spurningaþraut: Hvíthærður öldungadeildarþingmaður, bakraddasöngkona, hryllingsmyndir

534. spurningaþraut: Hvíthærður öldungadeildarþingmaður, bakraddasöngkona, hryllingsmyndir

Fyrri aukaspurning.

Karlinn hér að ofan hefur stillt sér upp og snyrt sig til að líkjast sem mest heimsfrægum málara — eins og málarinn leit út á frægri sjálfsmynd sem hann málaði. Hver var málarinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg er hæsta bygging heimsins?

2.  Til hvaða ríkis telst sú borg?

3.  Hvíthærður öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum vakti mikla athygli í prófkjörum Demókrata fyrir forsetakosningar 2016 og 2020. Hvað heitir hann?

4.  En fyrir hvaða ríki í Bandaríkjunum situr hann á þingi?

5.  Raunveruleikaþættir hafa verið vinsælir í sjónvarpi á Vesturlöndum og víðar, ekki síst þættir þar sem smalað er saman hópi fólks og fylgst með því leysa allskonar verkefni eða einfaldlega eiga í mis-nánum samskiptum sín á milli. Mörgum þáttum af því tagi er haldið úti í fleiri en einu landi. Grande Fratello heitir til dæmis ítalska útgáfan af þætti sem vinsæll er víða. Hvað heita þeir þættir í enskumælandi löndum?

6.  Á Megasarplötunum Loftmynd og Höfuðlausnum (1987 og 1988) settu bakraddir tveggja systra mikinn svip á útkomuna. Önnur systirin heitir Inga og hefur ekki verið mjög áberandi á tónlistarbrautinni síðan. En hvað heitir hin systirin?

7.  Hver varð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar snemma árs 2017?

8.  Hvað heitir unnusta Andrésar Andar?

9.  Árið 1996 var frumsýnd í Bandaríkjunum hryllingsmynd sem þótti ansi blóðug en þó í gamansömum tón. Þar reyndi grímuklæddur morðvargur að koma stúlku að nafni Sidney Prescott og vinum hennar fyrir kattarnef. Myndin varð mjög vinsæl, ekki síst meðal ungs fólks um heim mestallan, og síðan hafa verið gerðar þrjár framhaldsmyndir, og fimmta myndin er víst væntanleg á næsta ári. Myndirnar heita allar sama nafninu, bara með ólík númer. Og heiti þeirra er ...?

10.  Í tennisíþróttinni eru fjögur svokölluð risamót, sem helstu tennisleikarar heimsins keppast við að vinna. Grand slams eru þau kölluð á ensku. Í hvaða fjórum löndum eru þessi fjögur risamót haldin? Hér þarf að hafa þrjú rétt lönd til að fá stig. 

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir persónan sem sést á myndinni hér að neðan? Altso persónan, ekki leikkonan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Dubai.

2.  Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

3.  Bernie Sanders.

4.  Vermont.

5.  Big Brother.

6.  Björk.

7.  Þorgerður Katrín.

8.  Andrésína.

9.  Scream.

10.  Mótin eru haldin í Ástralíu, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Ef þið hafið þrjú rétt, þá fáiði stig, þótt það fjórða kunni að vera rangt. 

***

Svör við aukaspurningum:

Karlinn á efri myndinni líkir eftir frægri sjálfsmynd hollenska málarans Vincents Van Goghs.

Eins og sjá má.

Á neðri myndinni má hins vegar sjá lögreglumanninn Hinriku.

Hana leikur Ilmur Kristjánsdóttir í þáttaröðinni Ófærð.

***

Hér fyrir neðan eru svo hlekkir á fyrri þraut, og þá næstu er fram líða stundir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár