Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

534. spurningaþraut: Hvíthærður öldungadeildarþingmaður, bakraddasöngkona, hryllingsmyndir

534. spurningaþraut: Hvíthærður öldungadeildarþingmaður, bakraddasöngkona, hryllingsmyndir

Fyrri aukaspurning.

Karlinn hér að ofan hefur stillt sér upp og snyrt sig til að líkjast sem mest heimsfrægum málara — eins og málarinn leit út á frægri sjálfsmynd sem hann málaði. Hver var málarinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg er hæsta bygging heimsins?

2.  Til hvaða ríkis telst sú borg?

3.  Hvíthærður öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum vakti mikla athygli í prófkjörum Demókrata fyrir forsetakosningar 2016 og 2020. Hvað heitir hann?

4.  En fyrir hvaða ríki í Bandaríkjunum situr hann á þingi?

5.  Raunveruleikaþættir hafa verið vinsælir í sjónvarpi á Vesturlöndum og víðar, ekki síst þættir þar sem smalað er saman hópi fólks og fylgst með því leysa allskonar verkefni eða einfaldlega eiga í mis-nánum samskiptum sín á milli. Mörgum þáttum af því tagi er haldið úti í fleiri en einu landi. Grande Fratello heitir til dæmis ítalska útgáfan af þætti sem vinsæll er víða. Hvað heita þeir þættir í enskumælandi löndum?

6.  Á Megasarplötunum Loftmynd og Höfuðlausnum (1987 og 1988) settu bakraddir tveggja systra mikinn svip á útkomuna. Önnur systirin heitir Inga og hefur ekki verið mjög áberandi á tónlistarbrautinni síðan. En hvað heitir hin systirin?

7.  Hver varð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar snemma árs 2017?

8.  Hvað heitir unnusta Andrésar Andar?

9.  Árið 1996 var frumsýnd í Bandaríkjunum hryllingsmynd sem þótti ansi blóðug en þó í gamansömum tón. Þar reyndi grímuklæddur morðvargur að koma stúlku að nafni Sidney Prescott og vinum hennar fyrir kattarnef. Myndin varð mjög vinsæl, ekki síst meðal ungs fólks um heim mestallan, og síðan hafa verið gerðar þrjár framhaldsmyndir, og fimmta myndin er víst væntanleg á næsta ári. Myndirnar heita allar sama nafninu, bara með ólík númer. Og heiti þeirra er ...?

10.  Í tennisíþróttinni eru fjögur svokölluð risamót, sem helstu tennisleikarar heimsins keppast við að vinna. Grand slams eru þau kölluð á ensku. Í hvaða fjórum löndum eru þessi fjögur risamót haldin? Hér þarf að hafa þrjú rétt lönd til að fá stig. 

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir persónan sem sést á myndinni hér að neðan? Altso persónan, ekki leikkonan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Dubai.

2.  Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

3.  Bernie Sanders.

4.  Vermont.

5.  Big Brother.

6.  Björk.

7.  Þorgerður Katrín.

8.  Andrésína.

9.  Scream.

10.  Mótin eru haldin í Ástralíu, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Ef þið hafið þrjú rétt, þá fáiði stig, þótt það fjórða kunni að vera rangt. 

***

Svör við aukaspurningum:

Karlinn á efri myndinni líkir eftir frægri sjálfsmynd hollenska málarans Vincents Van Goghs.

Eins og sjá má.

Á neðri myndinni má hins vegar sjá lögreglumanninn Hinriku.

Hana leikur Ilmur Kristjánsdóttir í þáttaröðinni Ófærð.

***

Hér fyrir neðan eru svo hlekkir á fyrri þraut, og þá næstu er fram líða stundir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár