Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

527. spurningaþraut: U Thant, hér er spurt um hann í fyrsta sinn

527. spurningaþraut: U Thant, hér er spurt um hann í fyrsta sinn

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fáni er hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Farþegaþotur hvaða fyrirtækis bera tegundarheiti eins og 707, 717, 727, 737, 747 og svo framvegis?

2.  Hver var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur eða Iðnós á árunum 1972-1980?

3.  Hver andaðist fyrir réttum 200 árum á eyjunni St. Helenu?

4.  Hjá hvaða fótboltaliði spilar Jóhann Berg Guðmundsson?

5.  Við hvaða fjörð stendur Akureyri?

6.  Hvað nefnist vitinn yst á Seltjarnarnesinu?

7.  Í hvaða landi bjó og starfaði spekingurinn Konfúsíus?

8.  Hvað kallast ílátið þar sem bogaskyttur geyma örvar sínar?

9.  Hvaða starfi gegndi U Thant á árunum 1961-1971? 

10.  En frá hvaða landi var hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Boeing.

2.  Vigdís Finnbogadóttir.

3.  Napóleon.

4.  Burnley.

5.  Eyjafjörður.

6.  Gróttuviti.

7.  Kína.

8.  Örvamælir.

9.  Aðalritari (framkvæmdastjóri) Sameinuðu þjóðanna.

10.  Búrma eða Míanmar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fáni Englands. Sem sagt auðvitað ekki Bretlands.

Á neðri myndinni er David Bowie.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár