Fyrri aukaspurning:
Hvaða fáni er hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Farþegaþotur hvaða fyrirtækis bera tegundarheiti eins og 707, 717, 727, 737, 747 og svo framvegis?
2. Hver var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur eða Iðnós á árunum 1972-1980?
3. Hver andaðist fyrir réttum 200 árum á eyjunni St. Helenu?
4. Hjá hvaða fótboltaliði spilar Jóhann Berg Guðmundsson?
5. Við hvaða fjörð stendur Akureyri?
6. Hvað nefnist vitinn yst á Seltjarnarnesinu?
7. Í hvaða landi bjó og starfaði spekingurinn Konfúsíus?
8. Hvað kallast ílátið þar sem bogaskyttur geyma örvar sínar?
9. Hvaða starfi gegndi U Thant á árunum 1961-1971?
10. En frá hvaða landi var hann?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Boeing.
2. Vigdís Finnbogadóttir.
3. Napóleon.
4. Burnley.
5. Eyjafjörður.
6. Gróttuviti.
7. Kína.
8. Örvamælir.
9. Aðalritari (framkvæmdastjóri) Sameinuðu þjóðanna.
10. Búrma eða Míanmar.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er fáni Englands. Sem sagt auðvitað ekki Bretlands.
Á neðri myndinni er David Bowie.
Athugasemdir