Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

526. spurningaþraut: Rússakeisari og forsetafrúr

526. spurningaþraut: Rússakeisari og forsetafrúr

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða tegund eru hvuttarnir tveir á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét síðasti keisari Rússaveldis? Hér verður að hafa númer rétt.

2.  Af hvaða ætt var hann?

3.  Hve mörg börn átti hann?

4.  Hver skrifaði bókina Engla alheimsins?

5.  Önnur spurning úr bókmenntum: „Sálumessa eftir nunnu“ hét skáldsaga eftir bandaríska Nóbelshöfundinn frá 1949, William Faulkner. Annar Nóbelshöfundur (1957), sem var franskur, skrifaði leikrit eftir sögunni. Hvað hét hann?

6.  Jill Biden forsetafrú Bandaríkjunum er hámenntuð og ber meðal annars doktorsgráðu í ... hvaða fagi?

7.  Fyrirrennari hennar sem forsetafrú, Melania Trump, hóf háskólanám í hönnun og arkitektúr en hætti eftir eitt ár til að einbeita sér að ferli sínum sem ...?

8.  Melania hafði stúderað þetta ár við stærsta háskólann í heimalandi sínu. Það land er ...?

9.  Háskólinn heitir eftir höfuðborginni, þar sem hann er staðsettur. Hvað heitir sú höfuðborg?

10.  Sú forsetafrú sem kom á undan Melaniu Trump var hins vegar sprenglærð í ... hvaða fagi?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sá ökumann leggja upp í ökuferð. Hann virkar nokkuð gljáandi til augnanna. Hvern vantar á myndina?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Nikulás 2.

2.  Romanov.

3.  Fimm.

4.  Einar Már.

5.  Albert Camus.

6.  Kennslufræðum.

7.  Fyrirsæta.

8.  Slóvenía. Athugið að Slóvakía er allt annað land.

9.  Ljubljana.

10.  Lögfræði.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru hundar af tegundinni Síberíu-Huskí. Eiginlega ekkert annað svar getur talist rétt. Sleðahundur er til dæmis ekki nóg og Síbería verður að koma fyrir.

Á neðri myndina vantar bæði Díönu prinsessu í aftursætinu og svo lífvörðinn Trevor Rees-Jones við hlið bílstjórans Henri Paul, sem var ölvaður undir stýri. En það er nóg að nefna Díönu til að fá stig!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár