Fyrri aukaspurning:
Hver er konan á myndinni?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða land varð fyrst til að taka upp metrakerfið?
2. Og hvenær var það: 1599, 1699, 1799 eða 1899?
3. Í hvaða landi er borgin Feneyjar?
4. En hvað heitir innhafið sem leikur um borgina?
5. Hvað þýðir orðið afglapi?
6. Stílfært rauðgult M er merki Macdonalds hamborgarakeðjunnar. En hvernig er grunnur merkisins á litinn?
7. Hvað heitir fyrsta og hingað til eina íslenska veitingahúsið sem fengið hefur svonefnda Michelin-stjörnu?
8. Hver var Bandaríkjaforseti 11. september 2001?
9. Hvaða konu var rænt en síðan skilað aftur af því hún var svo geðvond?
10. Engin orð eru í laginu Sveitin milli sanda heldur aðeins orðalaus söngur. Hver söng lagið fyrst inn á plötu?
***
Seinni aukaspurning:
Myndin hér að neðan ... hvað er þarna að gerast?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Frakkland.
2. 1799 — eða þar um bil.
3. Ítalíu.
4. Adríahafið.
5. Bjáni, bjálfi og allt í þeim dúr.
6. Rauður.
7. Dill.
8. George W. Bush.
9. Soffíu frænku.
10. Ellý Vilhjálms.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er skáldið Gerður Kristný.
Á neðri myndinni er verið að krýna konung Frakklands og hin unga Jóhanna af Örk hugleiðir hvort hlutverki hennar sé ekki þar með lokið.
Nóg er að átta sig á að þarna er Jóhanna af Örk til að fá rétt svar.
***
Og sem fyrr eru hlekkir á fyrri þrautir hér fyrir neðan.
Athugasemdir