Fyrir aukaspurning:
Unga konan á myndinni hér að ofan vann fyrir tveim vikum mikið afrek. Hvað heitir hún? Hér dugar annaðhvort skírnarnafn hennar eða eftirnafnið?
***
Aðalspurningar:
1. Odense heitir borg ein í ... hvaða landi?
2. Borgin stendur á eyju sem heitir ...?
3. Breiðablik er í íþróttafélag með höfuðstöðvar í hvaða bæ á Íslandi?
4. En í goðafræðinni norrænu bjó guð einn á Breiðabliki. Hvaða guð var það?
5. Hvað eru mörg hólf í mannshjartanu?
6. Hvað heita þau?
7. Hvað heitir höfuðborgin í Írak?
8. Tónskáldið Theodorakis andaðist nýlega. Hverrar þjóðar var hann?
9. Hver vann Eurovision árið 2004 með laginu Villidansar?
10. Hvað gera merar þegar þær eignast folöld?
***
Seinni aukaspurning:
Hér að neðan má sjá loftmynd af einu gríðarmiklu gljúfri sem er allt að 4.000 kílómetra langt. Hvar er það?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Danmörku.
2. Fjóni.
3. Kópavogi.
4. Baldur.
5. Fjögur.
6. Gáttir og sleglar eða hvolf. Hvorttveggja gáttir og sleglar/hvolf skiptast svo í hægri og vinstri.
7. Bagdad.
8. Grískur.
9. Ruslana.
10. Kasta.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin er af tennisstjörnunni ungu, Emmu Raducanu.
Gljúfrin á neðri myndinni er á reikistjörnunni Mars.
Athugasemdir