Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

521. spurningaþraut: Hér er lárviðarstig í boði, ekki þó fyrir erfiða spurningu um landlækna!

521. spurningaþraut: Hér er lárviðarstig í boði, ekki þó fyrir erfiða spurningu um landlækna!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan? Lárviðarstig er í boði fyrir þá sem vita eftir nafn persónunnar, sem konan var að leika þegar myndin var tekin.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða íslenska fótboltalið komst fyrir fáeinum vikum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki?

2.  Emma Raducanu er aðeins 18 ára en vann um daginn mikið afrek þegar hún vann öflugt mót í ... í hverju?

3.  Í hvaða ríki var Kleópatra drottning á fyrstu öld fyrir Krist?

4.  Þjóð ein í Evrópu nefnir sjálfa sig Magjara og land sitt Magyarország. Nafnið sem flestir aðrir hafa um landið er þó allt öðru vísi. Hvaða land er hér um að ræða?

5.  Hvað gerði Shady Owens sér til frægðar?

6.  Hver er eða var hinn raunverulegi Slim Shady?

7.  Hver skrifaði bókina Afleggjarann?

8.  Manfreð Vilhjálmsson heitir maður. Hann er nú kominn á efri ár og sestur í helgan stein en í áratugi var hann í fremstu röð á Íslandi á ákveðnu sviði. Hvaða svið var það?

9.  Hvaða fótboltalið hefur oftast orðið Englandsmeistari í karlaflokki?

10.  Svo kemur ein erfið í lokin. Frá árinu 1906 til 1959 gegndu aðeins tveir karlar embætti landlæknis á Íslandi. Hvað hétu þeir? Í þessu sjaldgæfa tilfelli má gefa hálft stig fyrir annan nafnið, en fullt stig fæst aðeins fyrir þau bæði.

***

Seinni aukaspurning:

Grill á hvaða bílategund má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Breiðablik.

2.  Tennis.

3.  Egiftaland.

4.  Ungverjaland.

5.  Hún er söngkona.

6.  Eminem. Sjá hér!

7.  Auður Ava.

8.  Arkitekt.

9.  Manchester United.

10.  Guðmundur Björnsson og Vilmundur Jónsson

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni hét Lucille Ball, oft kölluð Lucy Ball. Hvorttveggja telst rétt. Í víðfrægum sjónvarpsþáttum lék hún hins vegar persónu nefndist Lucy Ricardo. Fyrir „Ricardo“ fæst sem sé lárviðarstigið.

Bílategundin er hin þýska BMW.

***

Og svo minni ég á að hér að neðan eru hlekkir á fyrri spurningaþrautir og einnig þá næstu, þegar hún verður komin í loftið, sem gerist á morgun!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár