Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður birti í síðustu viku brot úr lögregluskýrslum á Facebook-síðu sinni, þar sem lögregla ræddi við brotaþola Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. Sigurður hefur ekki aðeins starfað sem lögmaður Bakarameistarans, sem er í eigu Sigþórs Sigurjónssonar, föður Kolbeins, heldur situr hann einnig í stjórn fyrirtækisins, einn þriggja stjórnarmanna ásamt foreldrum Kolbeins. Að auki er Sigurður forseti dómstóla KSÍ og starfar þar með lögmanni Kolbeins, Herði Felixi Harðarsyni, sem er þar varamaður.
„Það er ekki eins og þarna sé óháður lögmaður á ferð sem er að koma á framfæri einhverjum sannleika, heldur er verið að reyna að gera lítið úr brotaþola,“ segir Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður.
Sigurður hefur sætt harðri gagnrýni fyrir birtingu gagnanna, konan sem um ræðir, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, ætlar að leita réttar síns vegna málsins, formanni Lögmannafélags Íslands sagðist hafa brugðið við lesturinn og að hann skildi ekki hvernig lögmanni detti í hug að birta lögregluskýrslur eða …
Athugasemdir