Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sex leikmenn karlalandsliðsins sakaðir um kynferðis- og ofbeldisbrot

Að­gerða­hóp­ur­inn Öfg­ar sendi stjórn KSÍ upp­lýs­ing­ar um sex lands­liðs­menn sem sagð­ir eru hafa beitt kyn­ferð­isof­beldi og of­beldi. Hluti leik­mann­anna hef­ur ekki ver­ið nafn­greind­ur áð­ur í tengsl­um við slík brot.

Sex leikmenn karlalandsliðsins sakaðir um kynferðis- og ofbeldisbrot
Sakaðir um brot KSÍ fékk upplýsingar um að sex leikmenn karlalandsliðsins hefðu gerst uppvísir að kynferði- og ofbeldisbrotum. Mynd: Golli

Aðgerðahópurinn Öfgar sendi stjórn Knattspyrnusambands Íslands tölvupóst 27. september þar sem greint var frá nöfnum sex landsliðsmanna sem samkvæmt póstinum hefðu gerst sekir um ofbeldis- og kynferðisbrot.  Dagsetningar þeirra brota sem Öfgar tilgreindu fylgdu einnig í umræddum tölvupósti. Arnar Þór Viðarson landsliðsþjálfari mun ekki hafa getað valið alla þá leikmenn sem hann hugðist velja í landsliðshóp karlalandsliðsins sökum þessa. Í pósti Öfga var Arnar Þór ennfremur sagður gera lítið úr þolendum ofbeldis með framgöngu sinni í fjölmiðlum.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins er mál landsliðsmannanna til skoðunar hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs ÍSÍ, Sigurbjörgu Sigurpálsdóttur. Á meðan að svo er eru leikmennirnir ekki gjaldgengir í landsliðinum.

Þrír af leikmönnunum sex eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag. Þessir þrír hafa allir hafa verið nafngreindir áður í fjölmiðlum fyrir meint brot. Gylfi Þór sætir farbanni í Englandi vegna rannsóknar á kynferðisbroti, Aron Einar hefur óskað eftir því við lögreglu að gefa skýrslu um atvik árið 2010 og Kolbeinn greiddi tveimur konum skaðabætur vegna áreitni og ofbeldis árið 2017.

Í frétt Morgunblaðsins segir að hinir þrír leikmennirnir hafi ekki verið nafngreindir í íslenskum fjölmiðlum. Stundin hefur þó heimildir fyrir því að einn þeirra sé Ragnar Sigurðsson, sem greint hefur verið frá að hafi árið 2016, nóttina eftir að landsliðsmenn komu heim eftir Evrópumótið í fótbolta í Frakklandi, gengið berserksgang á heimili sínu og haft í hótunum við þáverandi eiginkonu sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

KSÍ-málið

Knattspyrnuhreyfingin verði að leita sér sérfræðiaðstoðar
FréttirKSÍ-málið

Knatt­spyrnu­hreyf­ing­in verði að leita sér sér­fræði­að­stoð­ar

Sif Atla­dótt­ir, lands­liðs­kona í knatt­spyrnu, seg­ir að auka verði fræðslu inn­an íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar en einnig í sam­fé­lag­inu öll um mörk, sam­þykki og eðli­leg sam­skipti. Svipta verði hul­unni af kyn­ferð­is­legu of­beldi, áreiti eða ósæmi­legri hegð­un inn­an knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar og upp­ræta þögg­un­ar­menn­ingu.
Foreldrar brotaþola Kolbeins segja KSÍ hafa rætt við þá um mögulega sátt
FréttirKSÍ-málið

For­eldr­ar brota­þola Kol­beins segja KSÍ hafa rætt við þá um mögu­lega sátt

Eft­ir að hafa feng­ið vitn­eskju um að Kol­beinn Sig­þórs­son hefði ver­ið kærð­ur til lög­reglu hringdi Guðni Bergs­son, þá­ver­andi formað­ur KSÍ, í for­eldra Þór­hild­ar Gyðu Arn­ars­dótt­ur og spurði hvort mögu­leiki væri að ná sátt­um í mál­inu. Þetta gerð­ist áð­ur en lög­menn Kol­beins komu að því að reyna að sætta mál­ið.
Formaður stjórnar í samskiptum við lögmanninn
FréttirKSÍ-málið

Formað­ur stjórn­ar í sam­skipt­um við lög­mann­inn

Kæra var lögð fram á hend­ur leik­manni FH, Eggerti Gunn­þóri Jóns­syni, ásamt lands­liðs­fyr­ir­lið­an­um. Aron Ein­ar Gunn­ars­son komst ekki í lands­liðs­hóp­inn vegna máls­ins. Form­að­ur að­al­stjórn­ar FH, Við­ar Hall­dórs­son, seg­ist hafa haft vitn­eskju um ásak­an­irn­ar í sum­ar en ekki sé ástæða til að bregð­ast við á með­an leik­menn­irn­ir hafi ekki ver­ið kall­að­ir í skýrslu­töku og fé­lag­inu ekki borist til­kynn­ing frá lög­regl­unni.
Lögmaður tengdur KSÍ  og Kolbeini birti gögn um brotaþola
FréttirKSÍ-málið

Lög­mað­ur tengd­ur KSÍ og Kol­beini birti gögn um brota­þola

Gunn­ar Ingi Jó­hanns­son, lög­mað­ur Þór­hild­ar Gyðu Arn­ars­dótt­ur, seg­ir að birt­ing rann­sókn­ar­gagna geti varð­að við brot á hegn­ing­ar­lög­um og íhug­ar að kæra Sig­urð­ur G Guð­jóns­son til lög­reglu vegna þess. Rík ástæða sé til að hafa áhyggj­ur af því að rann­sókn­ar­gögn í saka­mál­um séu not­uð í ann­ar­leg­um til­gangi á op­in­ber­um vett­vangi og ástæðu til að hafa áhyggj­ur af því að lög­mað­ur sem hef­ur ekki að­komu að mál­inu sé feng­inn til að fronta birt­ingu slíkra gagna.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár