Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

514. spurningaþraut: Hver var krýndur á jólunum?

514. spurningaþraut: Hver var krýndur á jólunum?

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar svo:

1.  Hvað hét kóngur Franka sem krýndur var keisari á jólum árið 800?

2.  Hvar var hann krýndur?

3.  Hvað var viðurnefni Ívans Rússakeisara 4. um miðja 16. öld?

4.  Hvaða starfi gegnir António Guterres um þessar mundir?

5.  Frá hvaða landi er hann?

6.  Hver er í efsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum væntanlegu?

7.  Í hvaða tvö meginrit skiptist Biblía kristinna manna?

8.  En hverjar eru hinar svokölluðu „apókrýfu bækur“ Biblíunnar?

9.  Hvað hét persónan sem Julie Andrews lék í myndinni Sound of Music? Fornafn hennar nægir?

10.  Hvað heitir fjölmennasti kaupstaðurinn sem stendur við sjó á Austurlandi?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fáni er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Karlamagnús.

2.  Í Róm.

3.  Hinn grimmi. Á rússnesku var viðurnefnið „grozny“ sem á ensku hefur verið þýtt „the terrible“. Allt þetta má kallast rétt.

4.  Aðalritari Sameinuðu þjóðanna.

5.  Portúgal.

6.  Guðrún Hafsteinsdóttir.

7.  Gamla testamentið og Nýja testamentið.

8.  Rit af Biblíutagi og skrifuð á sama tíma og Biblíubækurnar sem kirkjufeður dæmdu þó óverðug þess að tilheyra sjálfri Biblíunni.

9.  Maria.

10.  Neskaupstaður.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efstu myndinni er Elísabet 1. Englandsdrottning.

Á neðri myndinni er fáni Finnlands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár