Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

512. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um Fóbos og Deimos, athugið það!

512. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um Fóbos og Deimos, athugið það!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir ljósmyndafyrirsætan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét rómverski stríðsguðinn?

2.  Sá átti sér samsvörun í gríska goðaheiminum. Hjá Grikkjum til forna hét stríðsguðinn ... hvað?

3.  Í fylgd með gríska stríðsguðinum voru jafnan synir hans tveir heldur ískyggilegir, sem hétu Fóbos og Deimos. Hvað þýddu nöfn þeirra?

4.  Þeir Fóbos og Deimos eru nú á dögum tengdari rómverska stríðsguðinum en hinum gríska. Hvers vegna?

5.  Hver er uppáhaldskokkteill James Bond?

6.  Helga Thorberg leikkona og athafnakona — til dæmis blómabúðareigandi um skeið — er í efsta sæti framboðslista í Norðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar nú. Fyrir hvað flokk?

7.   Þegar smjör er unnið úr rjóma verður eftir vökvi sem fyrrum var notaður í ýmislegt, en lítið mun fara fyrir því nú. Hvað nefnist vökvinn?

8.  Hvaða heimsfrægi tónlistarmaður — raunar einn sá frægasti í heimi um þessar mundir — gaf fyrir skemmstu út plötu sem vakið hefur mikla athygli og heitir Donda?

9.  Hvað þýðir nafnið Donda í þessu tilfelli?

10.  Hvaða fræga 19. aldar skáldsaga fjallar um hugarvíl stúdentsins Raskolnikovs eftir að hann hefur framið morð?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mars.

2.  Ares.

3.  Ógn og Skelfing. Eða eitthvað álíka: Ótti, Ofsahræðsla, etc. 

4.  Þeir eru nú tungl reikistjörnunnar Mars.

5.  Vodka Martini.

6.  Sósíalistaflokkinn.

7.  Áfir.

8.  Kanye West.

9.  Móðir Wests hét Donda.

10.  Glæpur og refsing.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Iman frá Sómalíu. Hún var ein helsta ofurfyrirsæta heims á síðasta áratug síðustu aldar. Hún gekk síðan að eiga tónlistarmanninn David Bowie.

Skjáskotið er hins vegar úr kvikmyndinni All the President's Men um rannsókn bandarískra blaðamanna á Richard Nixon þáverandi forseta.

***

Og svo eru hlekkir hér að neðan, gleymið því aldrei!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu