Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

511. spurningaþraut: Hvaða íslenski fugl er kenndur við hvítt stél?

511. spurningaþraut: Hvaða íslenski fugl er kenndur við hvítt stél?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er höfuðborgin Santiago?

2.  En í hvaða landi er höfuðborgin San Salvador?

3.  Árið 1794 gekk karl nokkur á Öræfajökul, fyrstur manna svo vitað sé ásamt fylgdarmönnum sínum. Hann gekk raunar ekki á hæsta tindinn. En hver var hann?

4.  Hvað heitir annars hæsti tindur jökulsins?

5.  Hver skrifaði skáldsöguna Vopnin kvödd, eða Farewell To Arms?

6.  En hver þýddi hana á íslensku?

7.  Hvað heitir útvarpsþáttur Veru Illugadóttur sem er á Rás eitt á föstudagsmorgnum?

8.  Hvað nefndist leikhúsið sem Þórhildur Þorleifsdóttir, Arnar Jónsson og fleiri ráku um 1980?

9.  Fugl einn á Íslandi ber latneska fræðiheitið Haliaeetus albicilla. Albicilla þýðir „hvítt stél“. Hvaða fugl er hér um að ræða?

10.  Sif hét ásynja nokkur í norrænni goðafræði, annáluð fyrir fegurð. Hún annaðist einkum um tiltekna jurt eða jurtaflokk, öllu heldur. Hvaða jurt var það?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá myndskreytingu úr skáldsögu einni frá 20. öld sem einnig hafa verið gerðar eftir kvikmyndir, sjónvarpsþættir og teiknimyndasögur. Hvað heitir skáldsagan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tjíle.

2.  El Salvador.

3.  Sveinn Pálsson.

4.  Hvannadalshnjúkur.

5.  Hemingway.

6.  Halldór Laxness.

7.  Í ljósi sögunnar.

8.  Alþýðuleikhúsið.

9.  Haförn.

10.  Korn.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Hilmi Snæ leikara.

Hér er myndin öll.

Myndskreytingin á neðri myndinni á við vísindaskáldsöguna Dune.

Þarna má sjá einn af þeim risastóru sandormum sem við sögu koma í skáldsögunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár