Fyrri aukaspurning:
Hver er karlinn á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi er höfuðborgin Santiago?
2. En í hvaða landi er höfuðborgin San Salvador?
3. Árið 1794 gekk karl nokkur á Öræfajökul, fyrstur manna svo vitað sé ásamt fylgdarmönnum sínum. Hann gekk raunar ekki á hæsta tindinn. En hver var hann?
4. Hvað heitir annars hæsti tindur jökulsins?
5. Hver skrifaði skáldsöguna Vopnin kvödd, eða Farewell To Arms?
6. En hver þýddi hana á íslensku?
7. Hvað heitir útvarpsþáttur Veru Illugadóttur sem er á Rás eitt á föstudagsmorgnum?
8. Hvað nefndist leikhúsið sem Þórhildur Þorleifsdóttir, Arnar Jónsson og fleiri ráku um 1980?
9. Fugl einn á Íslandi ber latneska fræðiheitið Haliaeetus albicilla. Albicilla þýðir „hvítt stél“. Hvaða fugl er hér um að ræða?
10. Sif hét ásynja nokkur í norrænni goðafræði, annáluð fyrir fegurð. Hún annaðist einkum um tiltekna jurt eða jurtaflokk, öllu heldur. Hvaða jurt var það?
***
Seinni aukaspurning:
Hér að neðan má sjá myndskreytingu úr skáldsögu einni frá 20. öld sem einnig hafa verið gerðar eftir kvikmyndir, sjónvarpsþættir og teiknimyndasögur. Hvað heitir skáldsagan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Tjíle.
2. El Salvador.
3. Sveinn Pálsson.
4. Hvannadalshnjúkur.
5. Hemingway.
6. Halldór Laxness.
7. Í ljósi sögunnar.
8. Alþýðuleikhúsið.
9. Haförn.
10. Korn.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá Hilmi Snæ leikara.
Hér er myndin öll.
Myndskreytingin á neðri myndinni á við vísindaskáldsöguna Dune.
Þarna má sjá einn af þeim risastóru sandormum sem við sögu koma í skáldsögunni.
Athugasemdir