Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og ráðgjafi Samherja í Namibíu, hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn á mútugreiðslum Samherja í Namibíu. Hann er kominn með réttarstöðu sakbornings í málinu. Þetta herma heimildir Stundarinnar.
Í samtali við Stundina segir Ólafur Hauksson héraðssaksóknari, aðspurður um hvort það sé rétt að Jón Óttar Ólafsson hafi verið yfirheyrður, að hann geti ekki svarað þeirri spurningu þar sem trúnaður ríki um rannsókn málsins.
Stundin hefur ekki náð tali af Jóni Óttari til að spyrja hann um málið.
Var tengiliður Samherja við mútuþegana
Samherji sendi Jón Óttar til Namibíu árið 2016 eins. Í yfirlýsingu frá félaginu, eftir að Samherjamálið í Namibíu kom …
Athugasemdir